Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 6

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 6
6 SKUTULL „Einn af þeim fyrstu“ Avarp tíl ísfirðinga Bæjarstjóm ísafjarðarkaupstað- ar og sýslunefndir Vestur- og Norður-lsafjarðasýslu hafa sam- þykkt að stofna í félagi til byggða- safns á Isafirði, og kosið undirrit- aða í stjóm safnsins. íslendingar leggja nú mikla stund á að varðveita frá glötun hverskonar minjar um menningu og starfshætti liðinna kynslóða. Hefur nú verið stofnað til byggð- arsafna í flestum byggðum lands- ins. Hefur þeim verið mjög vel tek- ið af almenningi, enda mun öllum vera ljóst, að síðustu forvöð eru að bjarga frá glötun mörgu af því, sem einkenndi íslenzk heimili 19. aldarinnar og á fyrri hluta þess- arar aldar. Hér á Vestfjörðum hafa orðið miklar breytingar á at- vinnuháttum, búnaðarháttum og byggingum. I stað hins gamla kem- ur nýtt og hið gamla hverfur og glatazt. En til þess að koma í veg fyrir það, hefur verið stofnað til byggðasafnsins. Okkur er ljóst, að mikið er enn til af allskonar sjaldgæfum og merkum munum og tækjum, sem nauðsyn ber til að varðveita, og bezt eru geymdir í vörzlum byggðarsafns. Það eru því tilmæli vor, að allir ísfirðingar, hvort heldur þeir eru búsettir í sýslunum, kaupstaðnum eða flutt- ir burtu úr héraði, leggi byggðar- safninu liðsstyrk eftir mætti og meðal annars með þessum hætti: 1. Menn athugi, hvort þeir eiga ekki í fórum sínum muni, tæki, myndir eða annað, sem þeir telja bezt geymt í byggðasafni. Menn gæti þess að ekkert er svo smálegt að það hafi ekki þjóðlegt gildi. 2. Menn gefi þessa muni til safnsins eða ánafni þá safninu eft- ir sinn dag. 3. Þeir, sem vildu selja slíka muni sanngjörnu verði, láti ein- hvem undirritaðra vita af því. Höfuðáherzlu leggjum vér á það, að hver og einn gæti þess að ekkert glatizt að óþörfu, sem hefur menn- ingarlegt gildi. Menn hendi ekki tækjum og hlutum, þó þeir séu gamlir og úreltir, þegar hætt er að nota þá, eða menn flytja bú- ferlum, heldur láti safnið njóta þeirra. Vér skorum á alla að styðja að því að byggðasafnið geti orðið héraðsprýði og það mun takazt, ef allir leggjast á eitt. Undirritaðir veita gjöfum við- töku og ennfremur Guðmundur Jónsson, frá Mosdal, sem heitið hefur stjórninni aðstoð sinni. Stjóm byggðasafns ísfirðinga. Einar Guðfinnsson. Kristján Davíðsson. Jóh. Gunnar Ólafsson. Kristján Kristjánsson Það er barið bylmingshögg á hurðina hjá mér, og inn snarast Kristján Kristjánsson, hafnsögu- maður, sem nú er 72ja ára, en er þó rösklegri og snarlegri en marg- ur yngri maður. „Hefirðu ekki gaman af að fá mynd í blaðið af einum af þeim fyrstu?“ spyr hann, án frekari skýringa, um leið og hann kemur inn úr dyrunum. Ég átta mig að vonum ekki á því, hvað hann á við, og fer eitthvað að hvá, en það er einmitt það sem Kristján ætlazt til, því hann segir glettnislega: ,,Nú, hvað er þetta maður. skilurðu ekki. Einum af fyrstu vélbátun- um, auðvitað," og um leið dregur hann upp úr pússi sínu mynd þá, sem fylgir þessum línum, og ég fer að spyrja hann um myndina. Hann rifjar upp, 'að fyrsti ís- lenzki vélbáturinn var sexæringur- inn Stanley, eign Árna heitins Gíslasonar, yfirfiskimatsmanns, og var vélin sett í þann bát í nóvem- ber árið 1902. Þetta var opinn bát- ur, en Kristján telur að m.b. Harpa hafi verið einn af fyrstu þilfars- bátunum með vél, þó hann vilji ekki fullyrða að hann hafi verið sá fyrsti. Eigandi bátsins og for- maður á honum var Egill Klemenz- son. Báturinn var 6 rúmlestir og vélin 6 ha. Alfa. Kristján réðist á þennan bát árið 1906, og fluttist þá hingað í bæinn. Hann hafði þá stundað sjó frá 16 ára aldri, en alltaf á vélarlausum bátum. Fljótt fór hann að reyna að hnýsast í vélina, og þó það væri ekki vel séð af vélstjóranum, að hásetamir væru að slíku, fór það samt svo, að Kristján lærði á vélargreyið, og varð seinna vélamaður á m.b. Hörpu. Þegar Kristján hafði verið 2 ár á þessum bát, keypti Egill Klemenzson 17 rúmlesa bát, May frá Þingeyri, og lét Hörpuna í skiptum þangað, og var hann alls átta ár með Agli á þessum tveim bátum. Seinna mun svo Harpan hafa farizt á Breiðafirði. Á þessum bátum voru 5 menn. Beittu þeir í landi og fóru allir á sjóinn. Róið var með 60—70 lóðir. Skipverjar fluttu aflann í land á doríum og gerðu sjálfir að honum. Aflinn var fyrst seldur Birni Guð- mundssyni, kaupmanni, en síðar Karli Olgeirssyni. Fyrsta veturinn var hásetahlut- ur 35 krónur. Þá var siður að róa með „stúf,“ og féll sá afli, sem á hann fékkst, í hlut hásetanna einna. Kristján annaðist stúfinn á bátum Egils, og var ekki fyrir það að synja að betur aflaðist á hann, en hinar lóðirnar. Þegar Kristjáni hlotnaðist vél- stjóratignin fékk hann í kaup 5 krónur á mánuði, auk hlutar. Þeg- ar ég spyr Kristján, hvort þeir hafi aldrei komist í hann krappann á þessum bátum, þá svarar hann: „O, jú. Einu sinni sprungu salt- kassarnir í sjóferð og báturinn var nærri kantraður. Og þegar Egill flutti suður á May, hrepptum við aftakaveður í Faxaflóa, en það þýðir ekkert að vera að segja frá því.“ Eftir að skildi með þeim Krist- jáni og Agli, lærði Kristján til skipstjórnar hjá Eiríki heitnum Einarssyni, og eftir það var hann ýmist skipstjóri, vélstjóri eða stýrimaður á ýmsum skipum. Koma þar við sögu Bergljót, Póst- Gunna, Bifröst, Kári, Svalan, Vík- ingur, Ameta og fleiri skip, og er nánar sagt frá ýmsu, sem á daga Kristjáns hefir drifið í öðru bindi Fólksins í landinu. Hefir Þórleifur Bjarnason skráð þá frásögn. Kem- ur þar ljóst fram, hvað hefir mót- að manninn. Fátæktin á uppvaxt- arárunum hefir eflt skilining han á bættum kjörum alþýðunnar, sjó- slysin sem gerðust svo að segja í augsýn hans og hætturnar, sem hann rataði í á sjónum, hafa skerpt áhuga hans fyrir slysavöm- um, bættum aðbúnaði á sjó og aukinni þekkingu sjómannastéttar- innar. Kristján hefir líka jafnan tekið þátt í öllu þessu af lífi og sál, og ekki látið sinn hlut eftir liggja frekar en meðan hann beitti stúfinn. Hann hefir jafnan verið „einn af þeim fyrstu." B. F. M.B. HARPA A myndinni eru aftast Kristján Kristjánsson og Hjalti Jóhannesson, Hjá þeim er unglingspiltur, sem Krist- ján veit ekki nafn á. Næst stýrishúsinu að framan er Egill Klemenzson, svo Jón Guðmundsson og fremst- ur Þórarinn Pálsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.