Skutull - 23.12.1955, Síða 5
SKUTULL
5
Upp komast svik um siflir.
Skipstjórinn á fljótabátnum
Drottningunni, Bill Purvis, var al-
þekktur meðfram allri ánni Mersey
sem kvenhollur í bezta lagi, en þó
háll eins og áll, því jafnan hafði
hann smogið net kvennanna.
Stundum hafði þó hurð skollið
nærri hælum. Eitt sinn var hann
svo heppinn, að falla niður um
lestarop, og þá varð það til þess
að hann komst hjá að mæta fyrir
altarinu í það skiptið. Öðru sinni
sigldi hann fram hjá hafnarmynni
hjúskaparins, en lenti í þess stað
í fangelsinu í Walton, sakaður um
að hafa barið hafnarvörðinn.
En svo varð frú Mellor á vegi
hans. Hún átti krá, er bar nafn-
ið: Sjóferðakista dauða mannsins.
Og hún hafði verið eftirskilin í
þesum heimi af lögregluþjóni, sem
hafði stungið af frá henni yfir
landamærin miklu. (Hann hafði
kvalist undir oki hennar um skeið
en gaf svo upp andann í örvænt-
ingu). En í þessari konu sá Bill
strax ímynd þeirra drauma, sem
skipstjóra á fljótabáti dreymir.
Skrokkur frú Mellor var kon-
unglegur, hvert sem litið var.
Vaxtarlagið minnti á gyðjuna
Junó og faðmur hennar virtist geta
rúmað ólgandi hafsjó, en baka til
var ekki svo auðvelt að greina milli
hennar og afturhlutans á stóru
orrustuskipi.
Andlitið bar nokkrar menjar
þess, að hún hafði átt í orrustum,
svo sem vera ber um kráareig-
anda í hafnarhvei’fi. Glas, sem
skyndilega hafði verið hafið á loft,
hafði endað flugið kringum hægra
eyra hennar, sneitt eyrnasnepilinn
af, og skilið eftir smá gjá allt í
kringum eyrað. Nef hennar hafði
lent í hörku árekstri við hnefa
hafnarverkamanns, og undist út á
verri hliðina, og oftar var hún gul
og blá til augnanna, en ekki grá-
eygð, eins og henni var þó eigin-
legt.
Ekki drógu þessi líkamslýti neitt
úr aðdáun Bills á frú Mellor. Bill
vildi hafa stúlkurnar þybbnar. Það
sem máli skipti, að Bills dómi, var
það að sveigjan í nefi hennar
mynnti á merkin á Pundsseðlunum,
og það var svo sem sama hvernig
andlitsdrættir frú Mellor voru:
Peningarnir hennar voru yndisleg-
ir. Hún átti heilu seðlabúntin, og
því meira, sem Bill hugsaði um allt
ölið, sem hann fengi ókeypis og
vasapeningana, sem hann mundi
sennilega fá, þeim mun betur leið
honum við tilhugsunina um sælu
hjónabandsins.
Margir höfðu orðið til þess að
biðla til frú Mellor, en allt til þess,
að Bill kom fram á sjónarsviðið,
hafði hún tekið þeim með hálf-
velgju. En eftir að hann hafði ver-
ið nokkur kvöld við barinn í veit-,
ingastofu hennar, virtist hún vera
farin að veita honum athygli.
í fyrsta skipti, sem hann hitti
ekkjuna, skiptust þau aðeins á ör-
fáum orðum, en brátt varð úr
þessu annað og meira. Þau tóku
að skiptast á pústrum í ýmsa
líkamshluti, en það er í Liverpool
talið öruggt merki ástarinnar. Þeg-
ar Bill slagaði um borð í pramm-
ann sinn á kvöldin, þá hafði hann
suðú fyrir eyrunum eftir bylm-
ingshögg frú Mellor, og eyrun voru
glóandi eftir hnefa hennar, sem
voru ámóta stórir og kjötlæri.
Og þegar hér var komið sögu
rakst Bill á stýrimann af Asíufari,
sem bauð honum páfagauk fyrir
10 shillinga, og þennan fugl sá
hann, að hann mundi geta notað
til að koma sér í mjúkinn hjá frú
Mellor.
Stýrimaðurinn sagði Bill, með
viðeigandi orðaskrúði, að páfa-
gaukurinn gæti ekki talað eitt orð,
og ef hann næði einhvemtíma í
svarta ræningjann, sem hefði selt
sér hann, þá skyldi hann fá þann-
ig yfirhalningu, að ekki væri hægt
að skíra frá því á prenti.
Bill, sem var sannur sonur
Liverpool-borgar, þrúkkaði verð-
inu nið'ur í 7y3 shilling, og hélt um
borð í prammann með feng sinn,
hinn ánægðasti. Þó hann væri
prammaskipstjóri, var hann samt
all fjölhæfur, og eitt af því sem
hann kunni sæmilega var búktal,
og í þessum mállausa og heimska
páfagauk sá hann ráðið til þess
að fá lyklavöldin að bjórkjallaran-
um í krá frú Mellor.
Þetta sama kvöld íklæddist Bill
bezta tvíhneppta jakkanum sín-
um, vafði skrautlitum klút um
hálsinn, og gekk léttur í lund inn
í helgidóm frú Mellor, og bar páfa-
gaukinn í nýju búri.
Þegar hann hafði beðið um að
fá að tala við draumadísina sína,
vísaði frú Mellor honum inn í
beztu setstofuna í húsinu, þar sem
húsgögnin voru stoppuð með
hrosshári, og hulin ábreiðum.
„Frú Mellor“, hóf Bill mál sitt,
lítið eitt skjálfraddaður. „Ég hefi
lengi dáðst að þér úr fjarska, og
til þess að votta þér virðingu mína,
hefi ég keypt handa þér páfagaug.
Þessi páfagaukur verður þér áreið-
anlega til góðrar skemmtunar með-
an ég er fjarverandi í Manchester.
Ég vona að þú þiggir hann, sem
vott þeirrar ástar, er ég ber í
brjósti til þín.“
Kuldalegt andlit frú Mellor lifn-
aði við, og það var einna líkast
landternu. Hvít örin skárust í
gegnum roðann í vöngunum, eins
og bylgjur í landternugleri. Það sá
á, að hún var stórhrifin, og lýsti
sér einnig í því, að hún tók upp
flösku af fjögurra stjömu koníaki,
og settist að sumbli með Bill.
Gleði hennar náði hámarki, þeg-
ar hún heyrði ekki betur en að
fuglinn segði við Bill: „Jæja Bill.
Hefur þú nokkurn tíma séð fall-
egri stúlku?“
Bill svaraði, að aldrei hefði hann
litið aðra eins, og svo fór páfa-
gaukurinn að hrósa frú Mellor fyr-
ir fegurð hennar, vaxtarlag og
hjartagæzku.
Frú Mellor lét glepjast af þessu,
sem von var, og brátt fann Bill,
að smávegis ástaratlot voru henni
síður en svo á móti skapi og í því
efni var eini vandinn fyrir hann sá,
að armar hans náðu ekki yfir um
mitti hennar. Það var meira að
segja öllu til skila haldið, að þeir
næðu yfir hana frá hlið til hliðar.
Eftir þetta kvöld mátti heita
svo, að Bill væri raunverulega
eigandi krárinnar, en páfagaukur-
inn talandi laðaði þangað tugi
nýrra viðskiptavina. Það var haft
á orði meðal eldri þjóraranna við
barinn, að innan skamms mundu
Bill og frú Mellor sameinast í
hjónabandi, þó að frúin væri
reyndar þegar meira en á við tvær
sameinaðar manneskjur.
Allt gekk eins og í sögu um
tíma, og Bill og páfagaukurinn
hans lifðu eins og blóm í eggi;
annar fékk fylli sína af bjór, en
hinn nægju sína af fræjum. En
enginn má sköpum renna, og allra
sízt þeir, sem berir verða af
hrapallegum svikum, og einn góðan
veðurdag fékk Bill, sér til mikill-
ar gremju, fyrirmæli um að sækja
nýsmíðaðan pramma alla leið til
Barrow. Þetta þýddi það, að hann
varð að dvelja í Barrow í þrjár
vikur, meðan verið var að ljúka
smíði prammans.
Árangurslaust bað hann frú
Mellor að lána sér páfagaukinn.
Það þýddi ekkert fyrir hann að
biðja um það, henni þótti svo vænt
um fuglinn. Hryggur í skapi hélt
Bill af stað sem leið liggur með
járnbrautinni til Barrow, að sækja
nýja prammann.
Vikumar þrjár voru lengi að
líða, og kvöld nokkurt stikaði Bill
um göturnar í Barrow skapillur og
kvíðinn. Hann var dauðhræddur
um, að frú Mellor myndi upp-
götva svik hans. Hann huggaði sig
þó við það, að hún mundi halda,
að fuglinn þegði af því að honum
leiddist fjarvera Bills. Pramma-
smíðinni lauk á tilsettum tíma. Bill
tók við stjórn hans, og réði til sín
ungling sem háseta, og brátt héldu
þeir af stað aftan í dráttarbát til
hinna fögru stranda Liverpool.
Þegar Bill hafði bundið skip sitt
sem vandlegast í Albert Dock, bjó
hann sig upp á og hélt til Sjóferða
kistu dauða mannsins, en í hugan-
um var hahn ýmist hræddur eða
vongóður. En þegar hann kom inn
um dyrnar, sem hann þekkti svo
vel, sá hann sér til mikillar gleði,
að páfagaukurinn sat í gyltu búri
sínu, alveg eins og gáfulegur á
svipinn og hann átti að sér að
vera.
Frú Mellor var jafn elskuleg og
venjulega, og skenkti honum tvö-
faldan sjúss af skozku whiskyi, og
var, að því er Bill gat bezt séð hin
glaðasta í bragði. Hann renndi
valdsmannslega niður sopanum og
sneri sér að páfagauknum. „Halló,
gauksi, hvernig líður ástinni minni.
Hefir frú Mellor gleymt mér?“
„Kvíddu ekki því, Bill,“ svar-
aði fuglinn. „Hún hefir þráð þig
af öllu hjarta.“
Það næsta, sem Bill skynjaði,
var það, að heljar-hrammur þreif
í hálsmál hans og kjötlærisstór
hnefi gaf honum spítalavink milli
augnanna.
Loks fékk hann vel útilátið
spark, svo að hann þeyttist eftir
gólfinu meðfram endilöngum barn-
um. Augu Bills byrjuðu þegar að
blána og bólgna, og hann grillti í
frú Mellor, þar sem hún var að
taka páfagaukinn úr búrinu, henda
honum af heljarafli í gólfið og
traðka á honum. En honum til
mikillar undrunar, sá hann þó
fuglinum ekkert blæða, þó að 308
punda þungi hennar kremdi hann
í sundur. Út úr fuglshræinu kom
aöeins sambland af sagi, vírum og
tróði.
Allt þetta sá hann eins og í
þoku, og svo heyrði hann frú Mell-
or segja: „Og að hugsa sér alla
þá fyrirhöfn, sem ég hafði af því
að láta stoppa fuglinn, þegar hann
dó.“
Verðlaunasaga eftir brezkan loftskeytamann ov
Arthur J. Gilroy.
y