Skutull

Årgang

Skutull - 13.01.1968, Side 8

Skutull - 13.01.1968, Side 8
HANS W. HARALDSSON: Hugleiðingar um ístirzk íþróttamál Hans W. Haraldsson Óhætt mun að fullyrða, að hið nýja og glæsilega íþrótta- mannvirki, skíðalyftan á Seljalandsdal, sem nú hefur verið tekin í notkun, marki töluverð tímamót í ísfirzku íþróttalífi. Um leið og skíða- mönnum er ámað heilla með þennan merka áfanga, er því ekki úr vegi að staldra aðeins við til þess að gera sér nánari grein fyrir þeim aðstæðum, sem íþróttahreyfingin á al- mennt við að búa hér í höfuð- stað Vestfjarða. Með tilkomu skíðalyftunnar eru aðstæður til skíðaiðkana orðnar næstum eins góðar og á verður kosið, enda voru þeg ar fyrir hendi tveir myndar- legir skíðaskálar á Seljalands dal, auk þess sem öll skilyrði af náttúrunnar hendi eru hin ákjósanlegustu. En í þessu sambandi má ekki gleymast að þau skiðamannvirki, sem hér eru, hafa aðeins orðið til fyrir mikið og óeigingjamt sjálfboðaliðsstarf hóps brenn- andi áhugamanna, auk þess sem allur almenningur og fyrirtæki í bænum hafa sýnt mikinn skilning í sambandi við fjáröflun til framkvæmd- anna. Að öðmm kosti væm mál þessi áreiðanlega ekki komin á þann rekspöl, sem raun ber vitni. Reyndar væri líklegast, að þá ættum við hér hvorki skíðaskála né skíðalyftu. En skíðaíþróttin hefur lengi verið með miklum blóma hér í bæ. ísfirðingar hafa eignast fjölmarga ágæta afreksmenn í þessari íþrótt, sem gert hafa garðinn fræg- an, og hafa þessir afreksmenn áreiðanlega haft mjög vem- leg áhrif í þá átt að efla áhuga alls þorra bæjarbúa fyrir íþróttinni. Þess vegna hafa menn líka lagzt á eitt um að skapa skíðamönnum okkar góð æfingaskilyrði og að efla þá til enn meiri dáða. En þótt skíðaíþróttin sé óumdeilanlega skrautfjöður ís firzkra íþrótta, eru þó til marg ar aðrar íþróttagreinar, sem eiga alveg jafn háan tilveru- rétt og hún, og skulum við nú líta nánar á aðstæðumar, sem þær íþróttagreinar eiga við að búa. Fmmskilyrðið til iðkunar hinna ýmsu sumaríþrótta, svo sem knattspymu, frjálsra í- þrótta, handknattleiks o.s.frv. er að fyrir hendi sé a.m.k. sæmilegur íþróttavöllur, enda er það beinlínis skylda hvers bæjarfélags að sjá um að svo sé. Hér á ísafirði var í fjöldamörg ár notast við gamla íþróttavöllinn við Gmnd. Að vísu uppfyllti hann alls ekki allar ströngustu kröfur, var bæði full stuttur og of mjór, og jafnvel dálítið hornskakkur, en var þó sæmi- lega þéttur undir fæti. Svo vom íþróttamennirnir sjálfir búnir að reisa búningsklefa og böð við völlinn. Vom aðstæð- urnar því ekki beinlínis af- leitar, enda unnu ísfirzkir knattspymu- og frjálsíþrótta- menn sín beztu afrek á þess- um velli. En svo kom auð- vitað að því, að bæjaryfirvöld in töldu sér bæði rétt og skylt að skapa íþróttamönnum betri og fullkomnari aðstöðu en þarna var, á uppfyllingu við Torfnes. Hafði þarna líka sitt að segja, að mjög fast var sótt á um að fá gamla völl- inn undir byggingalóðir. Haustið 1963 létu svo íþrótta- menn gamla völlinn af hendi og seldu bænum jafnframt búningsklefana fyrir aðeins hluta af kostnaðarverði þeirra, enda lágu fyrir ákveð- in loforð bæjarstjórnarinnar um að nýr völlur yrði tilbú- inn til notkunnar á Torfnesi vorið eftir. Og samkvæmt þeim uppdráttum, sem fyrir lágu, var hið nýja íþrótta- svæði síður en svo dónalegt. Þarna áttu sem sagt að koma 3 íþróttavellir. Yzt, þar sem núverandi völlur er, átti að vera grasvöllur af fullkomn- ustu stærð og gerð og um- hverfis hann hlaupabrautir og önnur aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta. Þar fyrir inn an átti svo að vera malar- völlur til knattspyrnuæfinga, svo og handknattleiksvöllur. Og við völlinn átti að rísa myndarlegt hús með búnings- klefum, böðum, áhalda- geymslu og annarri aðstöðu. Því miður reyndust fram- kvæmdir við svæðið mun tor- sóttari en ráð hafði verið fyr- ir gert, og vorið 1964 vantaði enn mikið á, að lokið væri þeim áfanga, sem ákveðinn hafði verið. Til þess að í- þróttaiðkanir þyrftu ekki al- veg að leggjast niður það sumarið, var svo svo ákveðið að afhenda völlinn til notk- unar á miðju sumri, enda þótt efsta lagið, slitlagið, vantaði. Og íþróttamenn undu glaðir við sitt, jafnvel þótt völlur- inn væri fjári laus undir fæti og þykkir rykmekkir gysu upp við minnsta umrót, og í stað búningsklefanna góðu væri þeim vísað inn í eitt homið á áhaldahúsi bæjarins, þar sem böð voru auðvitað engin fyrir hendi. Því þetta átti allt að standa til veru- legra bóta í allra nánustu framtíð, já strax á næsta sumri. — Þetta var sumarið 1964. Enn í dag, í ársbyrjun 1968, situr allt enn í nákvæmlega sama farinu. Slitlagið er enn ekki komið á völlinn, hlaupa- brautir fyrirfinnast engar, né heldur böð og búningsklefar, hvað þá að haldið hafi verið áfram að fylla upp í hina vellina tvo, sem enn vantar. Ekki er heldur enn búið að skipa vallarvörð eða vallar- stjóm. Allt er sem sé eins laust í reypunum og verða má. Hvað íþróttamennina sjálfa snertir, þá hefur afrekum þeirra hrakað jafnt og þétt síðan Torfnesvöllurinn var tekinn í notkun, og við knatt- spyrnumönnunum, sem fyrir 5 árum léku í I. deild, blasir nú fall niður í HI. deild. Er mönnum heldur varla láandi, þótt þeir séu ekki fíknir í að sækja æfingar á velli, þar sem ösla þarf lausamölina í skóvarp, öll vit fyllast af ryki á skammri stundu, og siðan þarf að fara endanna á milli í bænum að lokinni æf- mgu, til þess að komast í bað og hafa fataskipti. Frjálsar íþróttir hafa ekk- ert verið stundaðar hér undan farið, og einnig hefur útihand knattleikur svo til alveg lagzt niður, enda er nú enginn handknattleiksvöllur til í bænum. 1 því sambandi má geta þess, að hin síðari ár hefur víða rutt sér til rúms að malbika velli fyrir handknattleik, körfuknattleik og fleiri knattleiki. Hafa nokkrir ungir og áhugasamir körfuknattleiks- og hand- knattleiksmenn farið þess á leit við bæjaryfirvöldin að fá malbikaðan völl fyrir íþróttir sínar. Buðust þeir til að leggja fram endurgjaldslaust alla vinnu við verkið, ef bær- inn legði fram efni og tæki. En af einhverjum ástæðum fékk þetta erindi ungu mann- anna engan hljómgrunn. Ef við snúum okkur svo að innanhússíþróttum, mætti í fljótu bragði ætla, að aðstæð- ur til iðkunar þeirra væru harla góðar í sundhallarbygg- ingunni. Því miður er þó langt frá því að svo sé. Sund- höllin, sem að mörgu leyti er afar misheppnuð bygging, virð ist eingöngu hafa verið miðuð við að uppfylla skilyrði til kennslu skylduíþrótta í skól- um, en alls ekkert þar um- fram. Sundlaugin, sem þrátt fyrir allt er þó okkar bezta íþróttamannvirki, er t.d. að- eins 16% m. á lengd, en lág- markslengd keppnislaugar er 25 m., þótt æskilegasta stærð- in sé talin vera 50 m. Af þessum ástæðum fást afrek, sem í okkar laug eru unnin, ekki viðurkennd, og meiri háttar sundmót, svo sem ís- landsmót, fást ekki haldin hér. Einnig er áhorfendarým- ið svo takmarkað, að ekki er mögulegt að hafa neinar veru legar tekjur í sambandi við sundmót. 1 íþróttasalnum er ástand- ið þó enn verra, því þar er áhorfendarými bókstaflega ekkert, og auk þess er þar bæði svo lágt til lofts og þröngt til veggja, að lág- marksskilyrðum til iðkunar flestra knattleikja er hvergi nærri fullnægt. Þá eru fim- leikaáhöld og tæki allt of fá- skrúðug og auk þess úr sér gengin enda held ég að þau hafi ekkert verið endurnýjuð a.m.k. í þau 20 ár, sem nú- verandi íþróttahús hefur verið í notkun. Svo eru búnings- klefar íþróttahússins heill kapítuli útaf fyrir sig. Böðin eru nefnilega staðsett í bún- ingsklefunum miðjum, og er loftræsting frá þeim engin. Er loftslagið í klefunum því eins og í gufubaðstofu, þegar menn hafa lokið við að baða sig. Engir fataskápar eru þarna, aðeins snagar á veggj- unum, þannig að ef margir eru við æfingar samtímis, eins og iðulega í fimleikatímum skólanna, er fatnaðurinn að heita má í einni kös. Er þetta því vafalaust hin ákjósanleg- asta gróðrarstía fyrir ýmis- konar smitandi sjúkdóma og farsóttir. Af því, sem hér hefur ver- ið sagt, má vera ljóst, að aðstæður til íþróttastarfsemi hér á Isaf., annarrar en skíða- iðkana, eru því miður tals- vert fyrir neðan meðallag, og verður að vinda bráðan bug að því að bæta þar úr. Nauð- synlegt er að leggja áherzlu á að Ijúka framkvæmdum við íþróttasvæðið á Torfnesi, og jafnframt þyrfti að reisa myndarlegt íþróttahús eða skemmu, t.d. við norðurenda Torfnesvallar. þar sem æfing- ar og keppni í inniíþróttum gætu farið fram við boðlegar aðstæður. Framh. á 7. síðu Kaupmenn — Kaupfélög Vindlarnir í ár koma frá Danmörku, Hollandi, U.S.A., Sviss og Jamaica. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Skrifstofur: Borgartúni 7, Sími: 2 42 80.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.