Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉIAGIÐ í REYKJAVÍKOG NÁGRENNI æ FRÉTTABRÉF ÚTGEFANDI: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ I' REYKJAVÍKOG NÁGRENNI. RITSTJÓRl OG ÁBYRGÐARMAÐUR S. JÓNA HILMARSDÓTFIR Frd ritstjóra: Jæja, þá lítur eitt enn Fréttabréf SIRON dagsins ljós. Satt að segja finnst mér Fréttabréfið vera eini samgangur okkar brottfluttra Siglfirðinga hér suð- vestanlands. Alltaf er minni og minni þátttaka í skemmtanahaldi sem SÍRON stendur fyrir, af hverju veit ég ekki. Af og til hitti ég okkar fólk bæði hér fyrir sunn- an og norðan og allir eru sammála um að efla félagið og gera eitthvað! En svo þegar kemur að því, hafa fáir tíma eða gefa sér ekki tíma því allir þurfa jú að lifa lífinu sem hraðast! Sl. vor mætti ég í Garðabæinn á fjölskyldudag- inn og hef ég aldrei séð jafn fámennt þar. Hvar er allt unga fólkið og öll börnin? Fyrir fáum árum var svo fjölmennt að lagt var á borð í anddyrinu. Þessu verðum við með einhverju móti að koma í lag aftur. Hér með hvet ég alla til að vera duglegri að mæta á samkomur félagsins. Einnig væri gaman að fá frá ykkur línu um ykkar hugmyndir til að efla félagið. Jóna Hilmarsdóttir Fró félagatalsnefnd: Eins og fram kom í grein formanns SÍRON, Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, í síðasta fréttabréfi þá var verulegt átak gert í því að fjölga félögum í Siglfirð- ingafélaginu sl. vor. Sú félagaskrá sem unnin var á sínum tíma upp úr þjóðskrá var keyrð saman við þjóðskrá í vor og reynt var að finna út hvaða fólk hafði aldrei verið á skrá í félaginu eða „gleymt“ að skrá sig. í ljós kom að mjög marga árganga „vant- aði“ inn í félagið og fyrst og fremst var það fólk fætt á árunum 1960-1975 en það var sá árgangur sem miðað var við að þessu sinni. Félagar í SÍRON um síðustu áramót voru 1131. I dag eru um 1800 brottfluttir Siglfirðingar á skrá í SÍRON. Félagssvæðið er í dag höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Akranes og austur á Selfoss. Allir þeir sem fæddir eru á Siglufirði og búa í póstnúmerum 101-300 og 800-825 fengu því sent síðasta frétta- bréf auk gíróseðils ef þeir vildu ganga í félagið. Nokkrir hafa óskað eftir að vera ekki í félaginu og hafa því verið teknir af skrá. í síðasta fréttabréfi var ítrekað við „nýja“ félaga að senda félaginu línu ef þeir vildu ekki fá fréttabréf (og gíróseðil einu sinni á ári!). Um getur verið að ræða fólk sem t.d. flutti mjög ungt að árum og hefur þar af leiðandi engin tengsl haft við Siglufjörð. Er það hér með ítrekað á ný að þeir sem ekki vilja vera í félaginu sendi okkur línu og verður fólk þá tekið af félagaskránni. Utaná- skrift félagsins er: SÍRON - félagatalsnefnd, pósthólf 8584, 128 Reykjavík. í félagatalsnefnd eru: Jónas Skúlason, Jóna Hilm- arsdóttir og Ólafur Baldursson. Að lokum eru félags- menn minntir á það að greiða beimsenda gtróseðla fyrir félagsgjöldum. skemmtilegri sögu eða myndum að heiman? Hafðu samband 2 MUNIÐ að greiða félagsgjöldin

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.