Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 3
Um siglfirskt málfar - Efri- og neðribotn - Að undanförnu hafa fjölmiðlar af og til nefnt að síldarsöltun „ætti sér stað“ á ein- hverjum stöðum á land- inu. Gamlir og miðaldra Siglfirðingar leggja gjarnan eyru við þegar slíkar fréttir heyrast og bregður þá því miður stundum í brún þegar ljósvakavíkingar gerast háfleygir í lýsingum á því sem „á sér stað“. Vissu- lega er það svo að nú er saltað í plasttunnur og svigabönd löngu horfin og jafnvel gjarðirnar. Hinsvegar er ekkert sem segir að jafngóð lýsing á tunnu og felst í því að nota orðin efribotn og neðribotn um lok og botn eigi ekki áfram full- an rétt á sér. Allavega nístir það mína máltil- finningu að heyra talað um lok á síldartunnu. Sama er að segja um þá ósvinnu að kalla díxil sleggju eða hamar. Sömuleiðis er það dapurt að verða þess var að í þriflegum sjávarplássum hér suður með sjó er ekki nokkur maður sem kannast við jafn mikil- vægt verkfæri og dríf- holt. Allt þetta á sér sínar eðlilegu skýringar. Vinnubrögðin breytast og verkfærin einnig og þá hverfa hin gömlu nöfn og hin gamla kunn- átta. Ungir menn reka upp stór augu, gera sér upp vorkunnsemi og segja: „A tunnu eru ekki tveir botnar, nema þá á Siglufirði“. En á sílar- tunnum hafa aldrei verið annað en tveir botnar, efri og neðri, og því fær engin breytt þótt sú mál- venja kunni að gleymast og geymast einvörðungu á bókum. AÐ FARA YFRUM Þegar sá sem þetta rit- ar veltir fyrir sér þessum sértæka „síldarorða- forða“ og nauðsyn þess að hann verði varðveitt- ur, þá kemur það einnig upp í hugann að við Sigl- firðingar höfum eða höfðum a.m.k. ýmis sér- kenni í málfari. Mér dett- ur t.d. í hug sú venja að „fara yfrum“. A venju- legri íslensku merkir það að fara yfrum m.a. að missa vitið eða ruglast. Á siglfirsku þýðir það aftur á móti að fara austur yfir fjörðinn eða yfrum, t.d. til Örlygs. Hvort eitt- hvert merkingarlegt sam- hengi er hér til staðar eða ekki er óljóst. Nú væri það verðugt verkefni fyr- ir minn góða vin Pál Helgason íslenskukenn- ara að kanna uppruna þessarar málvenju og komast t.d. að því hvor merkingin er uppruna- legri. Á Siglufirði hefur gjarnan verið sagt um þá athöfn að fara í suður frá Þormóðseyri og t.d. fram í Skútudal að „fara fram á fjörð“. Algeng- asta merking þess að fara fram á fjörð annars staðar á landinu er reyndar þveröfug, þ.e. venjulega þýðir það að fara fram á sjóinn í firð- inum. Við höfum aftur á móti kosið að hafa þetta svona þótt utanbæjar- fólk og ókunnugir hafi þetta að athlægi. Fleiri dæmi um mál- venjur má nefna til þótt hér verði staðar numið, með því þó að minna á að til er mjög sérstakur siglfirskur framburður á algengu orði. Á íslandi bjó farandverkafólk í bröggum og bragga- hverfi fundust víða í Reykjavík. Á Siglufirði bjuggu menn hins vegar í brökkum og fóru í göngutúra yfrum eða fram á fjörð í góða veðr- inu meðan iðjusamir díx- ilmenn gerðu við efri- og neðribotna gjarða- spengdra síldartunna. Gutinar Rafn Sigurbjörnsson erum alltafá leiðinni ... SIGLUFJARÐARLEIÐ UMBOÐ í REYKJAVÍK: Vöruflutningamiðstöðin • SÍMI: 551 0440 3

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.