Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 5
allra átta niður Nesdal- inn út með Hestinum til Grímseyjar eða þá niður Kálfsdalinn yfir að Strákum, með góðri sýn að Henrikshnjúk og Staðarhólshnjúk bakdyramegin. I Kálfsskarði var blásið úr nös og orku tankað með brauðbita og kakósopa áður en haldið var niður í Nes- dalinn í áttina að Reyðará. Það er ótrú- legt hvað Nesdalurinn er í raun og veru lang- ur og er þá miðað við landslagið en ekki sjónarmið göngulúins skrifstofuþræls. Gang- an út daiinn var því nokkuð drjúg og full- komin ástæða til að hópurinn stoppaði aft- ur til að teygja úr skönkum og spjalla saman. Þorsti var slökktur bæði með kaffi og kakói og ekki var alveg laust við að örlaði á blýlausu inn í milli. Að göngu- mannasið var það að- eins í fingurbjargar- magni. Það var því kátur hópur og léttur sem arkaði í sólu síðasta spölinn út á Siglunes. Sumir tóku lykkju á leið sína og komu við á Reyðará. Þar stendur allur húsakostur með fullri reisn eins og fólk- ið hefði rétt skroppið að heiman daginn áður. Utsýni þaðan er líka stórkostlegt við enda Hestsfjalls um minni Héðinsfjarðar, Hvanndali og minni Eyjafjarðar. Stærsti hluti hópsins var farinn heim á leið er Reyðarárfarar skil- uðu sér á Siglunes. Þar biðu stórkostlegar veit- ingar í húsi þeirra systkina Margrétar, Þórunnar og Jónasar, Grétu og Þórðarbarna, kennd við Siglunes og Hrímni. Stundin með hópnum og þeim systk- inum var svo skemmti- leg að algjörlega gleymdist að fara skoð- unarferð um Nesið, sem þau systkini hefðu verið boðin og búin að leiðbeina með. Brátt beið okkar hraðbátur, sem ferjaði okkur inn fjörðinn og heim í bátahöfn við gamla Sunnuplanið. Á móti okkur dunaði hljóm- listin af skemmtiatrið- unum á torginu og há- vaðinn og fjörið af tívolíinu, sem var á nýja hafnarbakkanum, þar sem áður voru Fúsaplan, Isafold og Hjaltalínsstöð. Ævintýri á gönguför var lokið, en minningin er greypt í hugann, ekki bara af landslag- inu sem á sér fastan samastað í huga og hjarta, heldur ekki síð- ur af samferðafólkinu og því góða fólki, sem sífellt leggur sig í líma við að gera síldarævin- týrið fjölbreyttara og áhugaverðara með hverju árinu sem líður. Jón Sœmundur Sigurjónsson Haldiö frá Siglimesi.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.