Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 11
börnum sínum til kirkju en nokkru sinni áður. Eg er einmitt þjónn - prestur í sókn þar sem mikið er af ungum foreldrum og börnum. Ljóst er að áhuginn fyrir ræktun trúarinnar er nú meiri og þátttakan meiri en nokkru sinni fyrr. Sunnudag eft- ir sunnudag fyllist kirkjan fyrir og eftir hádegi, já reyndar alla vikuna þegar að er gáð, af fólki sem vill leyfa sálinni að vera með. Ef til vill hafa þau komist að því að sjónvarpið eða tölvan, fellir ekki tár, verður ekki vinur sem þú þarft á að halda er sigl- ingin um lífsins ólgusjó verður torsótt og erfið. Og Kristur kemur að öllum þáttum lifaðs lífs. I dag er einmitt fjallað um þann þátt lífs- ins er lýtur að sjálfum dauðan- um. Það hafði fennt um lífsins strönd, hjá ekkjunni frá Nain. Hún hafði misst einkason sinn, hafði misst það dýrmætasta sem hún átti. Börnin okkar eru ávallt það dýrmætasta sem við eigum. Og Kristur gaf henni son hennar aftur. Benti á að lífið er eilíft og allt er í hendi Guðs og hann lætur ekki aðstoð sína bresta. Jafnvel nú þegar haustið er að taka völdin bendir hann okkur á, með orðum skáldsins: Hvarvetna dýrðin Drottins skín dásemdir hjartanu ylja alls staðar líta augu mín eilífan skapandi vilja. Kraftur hans er til staðar. Hann skapar með lífi sínu og boðskap, boðskapnum um kær- leika, frið og fyrirgefningu, lífs- fyllingu, tómarúm skapast ekki. Hann gefur veikum mátt, óró- legum jafnvægi, kvíðnum hug- rekki, sorgmæddum svölun og vonbrotnum aftur von. Vissu- lega hefur oft átt sér stað mikil barátta áður en markinu er náð en sigurinn er vís í fylgd með honum. Á stundum skiljum við ekki hvað á sér stað, því trúin felur í sér kraftaverk. Við þurfum ekki ávallt að skilja. Að þeim orðum vék Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, eitt sinn í ræðu: Hann sagði: „Það sem ég veit á sviði vísinda skil ég. Eg kann reglur í stærðfræði sem ég get sannað. Eg hef lært kenningar í hagfræði, skil þær og get rök- stutt þær sem ég aðhyllist. Eg hef yndi af tónlist en ég hef aldrei skilið hljómkviðu eftir Beethoven né sönglag eftir Schubert. Mér hefur aldrei fundist ég þurfa að skilja list. Eg ann frelsi og að- hyllist skoðanir um gildi mann- kærleikans og bræðralag. En mér dettur ekki í hug að þessar skoð- anir mínar séu réttar í sama skilningi og lögmál eðlisfræði er rétt. Hvers vegna þarf ég að rök- styðja trú mína? Eg þarf ekki einu sinni að skilja hana, mér er nóg að eiga hana. Hún felur í sér leyndardóm sem hin æðsta viska og ólýsanleg fegurð“. Kristur kom til að gera lífið heilsteypt. Það er í raun hlutverk okkar allra. Og auðvitað þá ekki síst þingmanna sem miklar kröf- ur eru gerðar til. Á stundum fáið þið vart tíma til að vera til. Mörg ykkar kannast vel við það að þið eigið að vera búin að framkvæma það í gær sem þið takið ákvörðun um í dag. Tíminn verður að verundar- þætti sem skiptir svo miklu máli og ósjaldan skapar hann og leið- ir af sér spennu og hraða sem erfitt er að ráða við. Þá verður hið innra oft útundan, sálin verður ekki með. Ræktum okkar innri mann í fylgd með þeim sem kom til ekkjunnar frá Nain og sagði: „Grát þú eigi“. Leyfum sálinni að vera með í hraða og spennu nútíma lífs. Dýrð sé guði föður og syni svo sem var í upphafi, er og verða mun um aldir alda. Amen. Takið postullegri kveðju. Náðin Drottins vors Jesú Krists og samfélag heilags anda sé með yður öllum. Amen. Sr. Vigfús Þór Árnason Frh. af bls. 7, Jónas Ásg. þótt ég fengi kött. I næsta húsi við mig voru 13 systkini og mig langaði mikið í systur eða bræður. Síðan ég kom suður hef ég farið að heita má á hverju ári til Siglu- fjarðar. Þá fer ég alltaf í kirkjugarðinn að leiði foreldra minna og vina og horfi yfir bæinn. Siglufjörður var blóm- legur bær hér áður fyrr og skaffaði þjóðinni mikinn gjaldeyri. Það má segja að stór hluti Reykjavíkur hafi byggst upp fyrir þann auð. En svo hvarf síldin...“ Hérna var Jónas kominn í pólitískan ham og þá fannst okk- ur best að hætta þessu. En þegar við fórum var hann eitthvað að tala um nauðsyn þess að fækka þingmönnum. -ÞH 11

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.