Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 4
Ævintýri á gönguför Kálfsdalur, Kálfsvatn, myndin tekin úr Kálfsskaröi. I Iár varð síldarævintýr- ið á Siglufirði fimm ára. Það er fyrir Sigl- firðing, sem býr utan heimahaganna, sífellt meira ævintýri að koma heim og sjá og upplifa það sem boðið er upp á meðan á síldarævintýrinu stend- ur. Gamall Siglfirðing- ur, sem ekki hafði komið heim í langan tíma, sagði að allt væri breytt á Siglufirði nema kirkjan, bankinn og bíóið. Þegar honum var bent á, að það væri ekki einu sinni einhlítt, því Lindarbrekka væri horfin, Thorarnir farn- ir úr bankanum og ekkert bíó væri lengur í bíóinu, þá svaraði hann þrjóskur á svip: Já, en fjöllin eru þó eins og þau voru í gamla daga! Og það er rétt. Síldarævintýrið er sífellt að verða fjöl- breyttara, þótt stofninn sé sá sami. Með hverju árinu er bryddað upp á einhverju nýju, sem til vinsælda er fallið. Eitt af því sem boðið var upp á að þessu sinni voru gönguferðir út á Siglunes. Upphaflega var gert ráð fyrir því að fara með bát út á Nes, skoða sig þar um og ganga síðan Nesdalinn til baka, yfir Kálfs- skarð, niður Kálfsdal- inn í Kambalágar, inn fjörðinn um Staðarhól að gamla flugvellinum þar sem skipuleggjend- ur sáu fyrir akstri heim. Þessari áætlun var fylgt í fyrri ferðinni, en í ljós kom, að þar sem veitingar á Siglunesi voru svo glæsilegar og enginn dró af sér við að kýla vömbina, þá sóttist gangan heldur seint hjá sumum heim á leið yfir fjöll og firn- indi. Við hjónakorn tók- um þátt í seinni ferð- inni og voru þá allir reynslunni ríkari með skipulagið. Hópurinn hittist klukkan átta á laugardagsmorgni á Hafnarbryggjunni þar sem farkosturinn beið. Alla Stefáns, sem var ein af forsprökkum og skipuleggjendum ferð- arinnar, seldi miða, út- býtti kortum af göngu- leiðinni og sagði frá breyttri tilhögun. Nú var sem sagt meiningin að ganga út á Siglunes og sigla heim. Þeir sem vildu einungis skoða Nesið gátu farið strax með bátnum, skoðað sig um og notið veit- inga og siglt aftur heim. Okkur hinum, sem voru u.þ.b. 30 manna hópur frækinna göngugarpa karla og kvenna á öllum aldri, var ekið yfir fjörð að gamla flugvellinum og hófst þar gangan. Veðr- ið var stillt og fagurt, en fjörðurinn tjaldaði með súld til að kæla göngumóða og til að hjálpa þeim að votna sem ekki svitnuðu af göngunni. Gangan sótt- ist vel um gömlu síldar- verksmiðjuna, Staðar- hól og út að Kambalág- um, þar sem vitinn stóð ennþá af fornri reisn. I minni Kálfsdals var áð og liðinu safnað saman, því eitthvað hafði nú tognað úr hópnum þar sem margir voru upp- teknari við náttúru- skoðun heldur en göng- una sjálfa. Leiðsögumenn, sem voru þau Mariska Van Der Meer, sjúkraþjálf- ari og bæjarstjórafrú, og Björn Sveinsson, leikari og knattspyrnu- kappi, sýndu strax á þessum stutta vegkafla að þarna var afburða- fólk á ferð, sem var verulegur töggur í og gott að hafa með sér. Það átti eftir að koma í ljós, að þeir sem á þurftu að halda fengu bæði aðstoð og upp- örvun, veitta af stakri ljúfmennsku þeirra beggja. Nú var haldið fram hjá Kálfsvatninu upp í skarðið. Hópurinn skiptist nokkuð á leið- inni upp í Kálfsskarð og einhverjir göngu- skörungar hurfu strax sjónum. Efst í skarðinu lá snjór, en það var bara til að auka á fjöl- breytnina í landslag- inu, þegar litið var til 4

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.