Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 10
Prédikun fyrrverandi sóknarprests Siglfirðinga, séra Vigfúsar Þórs Arnasonar, við setningu Alþingis 2. október sl. N'áð sé með yður og frið- ur frá guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Forsætisráð- herra, utanrík- isráðherra og sendinefnd erlends ríkis, Afríku- þjóðar, hafði lagt leið sína til Bandaríkjanna. Astæðan fyrir ferðinni var sú að ríkið hafði í fyrsta sinni eignast sitt sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það var því stór stund fyrir fulltrú- ana. Sendinefndin var rétt lent á flugvellinum er fjölmennur hóp- ur fréttamanna streymdi að flug- vél hennar. Nánast um leið og forsætisráðherrann hafði stigið fæti sínum á bandaríska grund, spurði einn fréttamannanna eft- irfarandi spurningar: Hvernig finnst þér að vera kominn hing- að, hvernig líkar þér landið sem þú nú hefur stigið fæti á? For- sætisráðherrann svaraði: Kæru vinir. Eg hef stigið fæti mínum á bandaríska grund, en ég held að sál mín hafi ekki gert það. Má ég biðja ykkur að ræða við mig eftir um það bil tvo daga. Þessi saga sem átti sér stað í raunveruleikanum segir okkur heilmikið um nútímalíf. Segir mikið um líf sem svo oft ein- kennist af hraða og spennu. Þá staðreynd könnumst við öll við og ég veit að slík einkenni kann- ast þingmenn svo sannarlega við, í öllu sínu lífi. Oft getur hraðinn og spennan orðið svo mikil að við megum hreinlega ekki vera að því að lifa. Megum ekki vera að því að gæta að sálinni eða okkar innra manni. Ef við gleymum þeim þætti lífsins, myndast oft tóma- rúm sem erfitt er að fylla. Ekki vantar þó tilboðin til að fylla líf okkar. Við mótumst meir og meir af fjölmiðlum, kvikmynd- um, og nú um þessar mundir af heimi tölvunnar, sem eignast meira og meira rými í lífsvitund- inni, lífsveruleikanum. Nú er svo komið að fleiri og fleiri börn þurfa að leita lækn- inga, vegna setu sinnar fyrir framan tölvuna. Við eigum sjálf við slík tilfelli að etja þar sem lífleysi gerir vart við sig og rekja má það að hluta til þess að börn eyddu eða eyða alltof miklum tíma frammi fyrir tölvum sínum. Já, þeim var brugðið vestur í Bandaríkjunum þegar vísindaleg könnun leiddi það í ljós að bandarískur unglingur sem er að hefja háskólanám, hafði að með- altali eytt meiri tíma frammi fyr- ir sjónvarpinu en hann hafði eytt í sjálfa skólagönguna. Og enn meir var Svíum og Englending- um brugðið á fyrra ári þegar rannsókn leiddi það í ljós að ægileg barnamorð framin af börnum mátti rekja til raunveru- leikaskynjunar, eða óraunveru- leika er skapaðist af því að horfa á myndbönd. Sjálfur gleymi ég því seint eða aldrei, er ég var við framhalds- nám við guðfræðiháskólann í Berkeley, þegar ungur maður um tvítugt ók niður gamla konu er var á heimleið. Ungi maður- inn var spurður af hverju hann hefði framið ódæðisverkið er virtist vera framið af ásettu ráði. Svar hans var óhugnanlegt. Hann hafði tekið þátt í svo- nefndum tölvuleik sem fólst í því að aka sem flestar gamlar konur niður, og sá sigraði sem velti sem flestum um koll. Og nú var komið að raunveruleikanum. Nú gæti einhver spurt, hvað kemur þetta kristinni trú við. Jú, þessar staðreyndir í lifuðu lífi koma kristinni trú við. Ekkert mannlegt er hinum kristna óvið- komandi. Það kemur til dæmis okkur öllum við og er mál sem löggjafinn þarf að hugleiða og skoða - ef það reynist rétt að það geti verið allt að því hag- stætt, peningalega séð, fyrir hjón að skilja og ala upp börnin sem einstætt foreldri. Lýtur slík hugsun að svonefndum barna- bótum. Ekki svo að skilja að það sé ekki mikilvægt að styðja þá foreldra sem eru einstæðir, heldur má ekki um leið gleyma þeim sem í hjónabandinu eru. Það hlýtur að vera fjölskyldu- væn stefna, að hið æskilega sé að foreldrar barnanna okkar búi saman, sameinist um að vera eitt í öllu lífi. Kristur lagði ávallt á það áherslu að hann væri kominn til að gera allt lífið heilt. Kominn til þess að gera lífið þess virði að því sé lifað. I fylgd með honum er hver dagur dýrmætur, skiptir máli. Hann var í raun að benda á að við mættum ekki gleyma sálinni - okkar innri manni. Ef til vill skynja fleiri og fleiri það í dag, að við þurfum að huga að okkar innri manni, rækta hann. Og einn þáttur þess er að rækta trúna, traustið á líf- inu og leiðir fleiri foreldra með 10

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.