Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 8
Árgangsmót á Sigló! / Arg. '55 skemmti sér og sínum rakkarnir“ úr árganginum 1955, sem er auðvitað með skemmtilegri árgöngum frá Sigló, hittust á Sigló (auðvit- að!), helgina 28.-30. júlí sl. Var undirrituð ein úr þessum hópi og skemmti sér vel. Samkoman hófst formlega í Lions- salnum á föstudags- kvöldið, var Gunn- laugur Vigfússon (Gulli Sínu) móts- stjóri. Höfðu margir ekki sést í fjölda- mörg ár þannig að kossaflens var mik- ið, of mikið fannst sumum! Heima- menn höfðu útbúið snarl og keypt öl sem fór vel í fólk og Dóra Jónasar (Björns- sonar) kom með skemmtilega áprentaða boli á alla sem vildu. Fór kvöldið í að rifja upp gamlar og skemmtilegar minningar og spyrja hvert ann- að frétta. Laugardagurinn var tekinn snemma og farið í sund til Jón- ínu (dóttur Guðmundu Júl.) og Sigga. Þaðan var haldið niður á síldarplan þar sem leikarar úr Leikfélagi Siglufjarðar sölt- uðu síld af miklum móð og skemmtu sér og öðrum. I hádeginu beið okkar síld og brauð á Hótel Læk og voru því gerð góð skil. Að því loknu var gengið niður að minnis- merki drukknaðra sjómanna og minnst skólabróður okkar, Finns Haukssonar, sem drukknaði 1986. Þar sem Gulli var þreyttur eftir föstudagskvöldið gaf hann frí fram á miðjan dag, en þá var haldið suður að Hóli og leikinn fótbolti milli árgangs- ins og maka og ... makarnir unnu með yfirburðum, 5-2! Á laugardagskvöldið var snæddur hátíðarkvöldverður og allir mættu í sína fínasta. Eitt og annað var gert til skemmtunar þetta kvöld, ann- að en að segja sögur og bar þar hæst endurkoma Hendrix, skólahljómsveitarinnar frá því í 12 ára bekk. Vakti hún geysi- lega lukku og fannst sumum þeir vera orðnir 12 ára aftur, sérstaklega þegar „hljómsveit- arpíurnar“ með Oddnýju Hólmsteins í fararbroddi, létu í sér heyra! Haldið var happ- drætti sem vakti mikla lukku og allir vinningar gengu út til réttra aðila. Að lokum döns- uðu allir kónga niður á Hótel Læk á ball og dönsuðu næst- um undan sér fæt- urna! Sunnudagur rann upp, með góðu veðri. Nokkrir tóku sig þá saman og héldu í Skógræktina með nesti og nýja ... Var þar margs að minnast, t.d. þegar Jóhann Þorvalds kenndiokkur að gróðursetja og töldu sumir sig þekkja hríslurnar sem voru orðnar að trjám, af handbragðinu einu saman. Fyrir mig var þessi helgi ein sú skemmtilegasta ... og var bærinn yfirgefinn með trega að þessu sinni. Jóna Hilmarsdóttir 8

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.