Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 1

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 1
ES FRÉTTABRÉF SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS í REYKJAVÍKOG NÁGRENNI NÚMER16 -1. TBL. - APRÍL 1995 T (h^íf 7 í RÚGBRAUÐSGERÐINNI 4. NÓV. NK. Loksins - loksins - loksins n koma Fílapenslarnir frægu frá Sigló til okkar, hér fyrir sunnan, ásamt Miðaldamönnum og ætla þeir að skemmta okkur laugardaginn 4. nóvember nk. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Frá því fyrir fjórum árum, þegar Fílapenslarnir komu fyrst fram hér í Reykjavík, hafa þeir gert sig ódauðlega á Siglufirði og víðar. Allir sem í þeim hafa heyrt eru agndofa, því ekki bera þeir það með sér að vera skemmtilegir! En það verður að viðurkennast að þeir, þ.e.a.s. Finni FFauks, FFöddi Júll, Steini Sveins og bræðurnir Oli og Tommi Kárasynir, sem skipa Fílapenslana eru betri en Enginn! eins og Bjarni Fel. myndi segja! FFver hefur ekki heyrt þá taka lagið hans Bjössa Birgis, „Anna Lára Bryndís Bára, frænka mín og Lalli Blöndal nú eða þá Lindin tær? Þeirra aðalsmerki er söngur, háð og grín, sérstaklega eru þeir leiknir í að koma Stjána Möller og félögum á Siglufirði á óvart! Kannski taka þeir alþingisatriðið hans Jóns Sæm. eða stæla frá Óla Bald en líklega taka þeir formann Síldarballsnefndar fyrir, Matta Kristjáns. Hver er þetta? Kannski Jónas Valtýsí , felubúninqi? . Húsið opnar kl. 21:00. Fílapenslarnir skemmta kl. 23:00 Hljómsveitin Miðaldamenn, með Stúlla Kristjáns í fararbroddi skemmtir fram eftir nóttu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.