Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 2
K:
ræru Siglfirðingar, innan sveitar og
utan. Afmælishátíð félagsins ber hæst í
félagslífinu hjá Siglfirðingum um
þessar mundir. Af því tilefni er blaðið
stærra en venjulega. Akveðið var að leita til
siglfirskra fyrirtækja um auglýsingar og
styrk til að kosta útgáfu blaðsins. Var því
vel tekið og vil ég þakka það hér. Sérstak-
lega vil ég þakka mikla og góða hjálp vina
minna í afmælisnefndinni, þeim Steina Birgis og Óla Bald, meðal
annars við öflun auglýsinga.
Að venju var leitað til góðra siglfirskra penna um greinar í blaðið.
Eins og sjá má tóku þeir vel við sér.
Ætlunin var að helga blaðið að mestu Siglfirðingafélaginu í
Reykjavík en auðvitað gekk á ýmsu að útvega efni um félagið hjá
eldri félögum og stofnendum. Bað ég Ólaf Nilsson að fá Arnold
Bjarnason í lið með sér og skrifa sögu félagsins, þar sem þeir tveir
voru meðal stofnenda fyrir 35 árum. Þrátt fyrir góðar undirtektir
varð ekki úr þeirri söguritun að sinni en ... batnani mönnum er best
að lifa og saga félagsins hlýtur að birtast í næsta blaði. Það er því ekki
allt framkvæmanlegt þó að viljinn sé fyrir hendi. Einnig var ætlunin
að hafa viðtal við tvo fyrrverandi formenn félagsins, þá Ólaf Ragnars-
son og Heiðar Ástvaldsson. Ekki reyndist unnt að ná í Ólaf en í
blaðinu birtist bráðskemmtilegt viðtal við Heiðar.
Hér eru stutt viðtöl við m.a. Ástu Einarsdóttur sem hafði yfirum-
sjón til fjölda ára með hinum árlega Kaffidegi Siglfirðingafélagsins og
Önnu Laufeyju Þórhallsdóttur sem hefur starfað ötullega í félaginu
mörg undanfarin ár, sérstaklega við félagatalið en einnig ýmislegt
annað. Vil ég minnast þess að þegar ég var formaður Síldarballs-
nefndar um nokkurra ára skeið voru Anna Laufey og öll hennar fjöl-
skylda ævinlega mér til aðstoðar við allan undirbúning fyrir böllin.
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
taka ævinlega vel í að skrifa í blaðið og skiluðu þeir inn
greinum. Formaður félagsins, Jón Sæmundur
Sigurjónsson, skrifar einnig grein að vanda, að þessu sinni
um verslanir á Siglufirði fyrr á tímum. Auðvitað nýtti ég
mér pennann í fjölskyldunni, Huldu Steinsdóttur, sem
horfir til baka og minnist Siglufjarðar eins og hann var.
Þakka vil ég Ingu Lind Karlsdóttur en hún skrifaði við-
tölin í blaðið, Steingrími Kristinssyni sem sendi mér
innanbúðarmyndirnar í grein Jóns Sæmundar, Bjarna
Þorgeirssyni á Siglufirði fyrir forsíðumyndina og Brynju
Svavarsdóttur, athafnakonu á Siglufirði, þakka ég fyrir
margs konar aðstoð.
Er það von mín að þið hafið gaman af blaðinu og takið
viljann fyrir verkið, en til þess að hægt sé að halda því
gangandi vil ég hvetja ykkur til að senda mér greinar,
sögur og/eða gamlar/nýjar myndir.
Sjáumst á Afmœlisbátíðinni þann 19. október nk.
Góða skemmtun!
S. Jóna Hilmarsdóttir
Arg. ‘51
Eg, Maggi, Mári, Matti og Ragna
ætlum að mæta.
Söfnum liði og mætum öll!
Steini Birgis
í byrjun mars var okkur þremenningunum falið það
verkefni að undirbúa þessa afmælishátíð. Frá fyrsta degi
vorum við mjög bjartsýn á góða þátttöku og erum það
enn. Takmark okkar er að fylla Súlnasalinn af Siglfirð-
ingum og öðrum Siglfirðingum.
Undirbúningurinn hefur gengið vel og verið bráð-
skemmtilegur. Höfum við setið u.þ.b. tíu fundi og
skipulagt þessa hátíð eftir okkar bestu getu. Oll
skemmtiatriði eru siglfirsk eða tengd Siglftrðingum.
Vonandi hafið þið gaman af. Gleðilega hátíð!
(Árni Þór) Jóna, Steini og Óli
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKjAVÍKOG NÁGRENNI
FRETTABREF
ÚTGEFANDI:
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍKOG NÁGRENNI.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR'
S. JÓNA HILMARSDÓTTIR
Frá afrruelisnefnd:
2