Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 1996, Qupperneq 11
hann var formaður félagsins í
ein tíu dr.
„Það var mjög góð reynsla
og ég hafði gaman af því. Fólk-
ið sem var með mér í stjórn var
alveg yndislegt. Annars hafði
ég starfað heilmikið með félag-
inu áður en ég var kosinn
formaður. Setið í hinum og
þessum nefndum alveg frá
upphafi. f gegnum þessi störf
mín fyrir Siglfirðingafélagið
hef ég kynnst svo mörgum
Siglfirðingum og það er alveg
frábært. Og það er líka alveg
frábært að mér skyldi hafa
tekist að fá það í gegn að árs-
hátíðin okkar skyldi ekki verða
lögð niður en það hafði víst
staðið til. Siglfirðingar verða að
hittast eins oft og þeir mögu-
lega geta, lyfta sér upp og
endurnýja gömul kynni. Eg er
sannfærður um það að Sigl-
firðingafélagið á eftir að lifa að
minnsta kosti önnur 35 ár, ég
trúi ekki öðru.“
Eins og auli í fyrsta
leikfímitímanum
Þrátt fyrir gífurlegan félags-
málaáhuga hefur Heiðarþó
ekki alltafverið fremstur í
flokki. Þegar litli sveitamaðuri-
nn mnttti suður ogfór í Verzló,
kynntist hann nýju samfélagi
sem var stórt, að hans mati, og
allt öðruvísi en Sigló. Honum
þótti erfitt að aðlaga sig að að-
stœðum ogþráttfyrir að með
honum í fór voru þrjár vinkon-
ur hans frá Sigló. Þær höfðu
stuðning hver af annarri en
hann var bara einn.
„Verst var það þegar ég
mætti í fyrsta leikfimitímann.
Þá kom ég í síðum, blaum
buxum eins og Helgi Sveins-
son, íþróttakennarinn heima,
lét okkur alltaf vera í af því að
á Sigló var okkur kennd svo-
kölluð áhaldaleikfimi og þá
verður maður að vera í síðum
buxum út af svifránni og slíku.
Þessa tegund af leikfimi og
klæðnaði þekktu Verslingarnir
alls ekki. Þeir mættu allir í
stuttbuxum enda lærðu þeir
þessa hefðbundu leikfimi sem
kennd er í dag. Ég var þess
vegna í fyrsta lagi eins og fáviti
í þessum síðu, bláu buxum og
ekki batnaði það þegar sagt var
að nú ætti að spila körfubolta.
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkurn tímann heyrt orðið
körfubolti þegar þetta var sagt.
Þannig að ég hafði ekki hug-
mynd um hvað um var að vera.
Ég var í svo miklum vandræð-
um og það endaði með því að
ég spurði einn strákinn hvað ég
ætti að gera og hann sagði: „Æ,
vertu bara í marki.“ En eins og
allir vita núna er ekkert mark í
körfubolta og ég hugsaði:
„Hva, hva, já, heyrðu og hvað
ætli ég eigi þá nú að gera?“ Ég
vissi ekki neitt. Þannig að úr
fyrsta leikfimitímanum mínum
fór ég vissulega eins og niður-
beygður maður og eins og
sannur sveitamaður labbaði ég
langt á eftir öllum hinum.
Þetta var mjög erfitt. Þá snýr
einn strákur við og kemur til
mín. Það var besti strákurinn í
körfuboltanum og hann hafði
flutt hingað suður þegar hann
var 12 ára, frá Hvammstanga,
og skildi því vel hvað ég var að
ganga í gegnum. Við urðum
þess vegna bestu vinir eftir
þetta og ég komst að því að
hann var í landsliðinu í körfu-
bolta. Þetta reddaði mér alveg
en eins og gefur að skilja var ég
ekkert að hafa mig í frammi í
félagslífinu í Versló.“
Dansaði alltaf við tuttugu
stelpur
Heiðar varð sem sagt aldrei
snjall körfuboltamaður en hann
kann svo sannarlega að dansa.
Eins og allir vita rekur hann
sinn eigin dansskóla, Dansskóla
Heiðars Astvaldssonar, en hann
er einmitt 40 ára á þessu ári.
Hvernig œtli standi á því að
hann fékk áhuga á dansi?
„Þannig var það nú á Sigló
að stelpurnar í bekknum voru
tuttugu en við strákarnir bara
sex. Stelpunum fannst svo
gaman að dansa en strákarnir
vildu það ekki, enginn nema
ég. Þannig að allar stelpurnar
dönsuðu við mig. Ég var sá
sem þær æfðu sig á. Ég virðist
hafa notið góðs af þessum
mikla dansi á æskuárunum og
auk þess batt þetta mig og
stelpurnar miklum böndum
þannig að í dag erum við
kássuvinir.“
Notkun stúlknanna á Heiðari
virðist hafa gert honum gottþví
í dag er hann einn fremsti dans-
kennari landsins og nýtur mik-
illar virðingar meðal dansara. I
dansskólanum hans eru nokkur
þúsund nemendur núna og í
gegnum árin má því reikna með
að hann hafi kennt einhverjum
tugum þúsunda Islendinga að
dansa.
„Sú var tíðin að ég nauðaði
í konunni minni um að nú
skyldum við endilega flytja til
Sigló, en frúin mín er
skynsöm kona ...
„Ég byrjaði að kenna með
Rigmor Hanson þegar ég var í
Verzlunarskólanum. Svo fór ég
til Englands og lærði meiri
dans þar og byrjaði svo að
kenna einn og sjálfur á Siglu-
firði árið 1956. Kennslan fór
fram í Sjómannaheimilinu og
það var nú mikið ævintýri. Það
var nú ekkert lítið sem gekk á
þar. Þegar ég byrjaði setti ég
upp auglýsingar og árangurinn
af því var ein stúlka sem mætti
í skólann. Þá slengdi ég auglýs-
ingu í útvarpið sem var þá
alveg gríðarlega sterkur fjöl-
miðill sem allir hlustuðu á. I
kjölfarið komu hvorki meira né
minna en 36 nemendur í
byrjun og áður en ég vissi af
voru þeir orðnir sextíu. Þetta
fannst mér auðvitað alveg frá-
bært en ég var ógurlega þreytt-
ur á þessum tíma. Ég vann í
tunnuverksmiðjunni og mætti
þangað kl. sjö á morgnana og
var til fjögur. I hádeginu fór ég
heim í mat og rakaði mig og
klukkan fjögur hljóp ég heim
og skipti um föt og rauk svo út
í Sjómannaheimili til kennslu.“
„Nú hefur dansskólum
fjölgað en að sama skapi hefur
áhugi fólks á dansi dvínað.
Það er auðvitað alltaf sama
vandamálið með strákana, þeir
eru eitthvað svo feimnir við að
dansa. Ég veit ekki af hverju
en svona er þetta bara og
hefur alltaf verið. Það er svo
erfitt fyrir þá að byrja og
snerta stelpurnar og svona.
Sjónvarpið er líka mikill tíma-
þjófur, þrátt fyrir að það sé
vissulega nauðsynlegt. Fólk er
bara uppteknara nú á dögum
heldur en það var í gamla
daga, því miður. Þrátt fyrir
það eigum við frábæra dansara
og erum ofarlega á heims-
mælikvarðanum. Yngri kyn-
slóðin á eftir að verða enn
betri af því að þar eru ein-
staklingar sem hafa verið í
keppnisþjálfun frá barnsaldri
og hafa virkilega góðan grunn.
Þetta eru aldursflokkar sem
verða verulega sterkir í
framtíðinni.“
Fallegasti staður sem ég hef
séð
Heiðar horfir greinilega björt-
um augum á framtíðina og lítur
út fyrir að verajákvæður og lífs-
glaður maður. En gœti hann
hugsað sér að flytja afiur til
Sigló?
„Sú var nú tíðin að ég
nauðaði í konunni minni um
að nú skyldum við endilega
flytja til Sigló en frúin mín er
skynsöm kona og benti mér á
þörf mína til að skipta mér
alltaf af öllu. Hún sagði að
innan tíðar yrði ég kominn á
kaf í pólitíkina og bæjar-
stjórnina, svo færi ég í
leikfélagið af því að ég hefði
svo ægilega gaman af því og
áður en ég gæti talið upp að
tíu væri ég búinn að láta kjósa
mig á þing og þá værum við
flutt aftur suður. Við gætum
alveg eins verið kyrr. Hún
hefur líklega rétt haft fyrir
sér, blessunin."
Hvað skyldi Heiðari þá
finnast um Siglufyörð eins og
hann er í dag?
„Bærinn sem slíkur er alltaf
jafnfallegur, fallegasti staður
sem ég hef séð. Mér finnst
leiðinlegt að sjá hvað mörg hús
eru í niðurníðslu en gaman að
sjá þegar menn taka sig til og
gera þau upp. Einnig verð ég
verð að viðurkenna það að enn
þann dag í dag hef ég ekki sætt
mig við veginn upp í Skál.
Þetta er ljótt ör á fögru andliti.
Hinsvegar er ég ört að komast
á þann aldur að ég verð feginn
að hafa þennan veg. Það er
önnur saga.“
11