Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Side 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Side 14
Jón Sœmundur Sigurj Þegar Siglfirðingafélagið kemur að tímamótum 35 ára sögu, þá hvarflar hugurinn heim á þær slóðir og í það umhverfi sem félagið er sprottið úr. Ljóst er að margt hefur breyst frá þeim tíma er maður var sjálfur að vaxa úr grasi á heimaslóð og er í því sambandi af nógu að taka. Það er t.d. skemmtilegt að láta hugann reika um það hvernig verslun var háttað á Siglufirði um miðja öldina, því það gefur áhugavert við- mið við nútíðina og um leið innsýn í það hvaða skónúmer passaði fyrir Siglufjörð í þá daga. Saga verslunar á Siglu- firði verður væntanlega skrif- uð seinna af sagnfræðilegri nákvæmni og þekkingu þar sem sagt verður frá faktorum, Gránufélaginu og öðrum merkilegum staðreyndum. Ekkert af þessu er hér á ferð- inni, heldur eru þetta einung- is minningaslitrur sem flestir Siglfirðingar ættu að kannast við. Stór bær Siglufjörður. það er einkennandi fyrir Siglufjörð í dag, eins og reyndar fleiri smærri staði, að öll verslun er í miðbænum. það er reyndar einnig sagt sem einkenni fyrir smæð verslunarstaða, að þar sé eng- in skóbúð. Eg man nú reynd- ar ekki eftir neinni verslun á Siglufirði, sem var bara skó- búð, en vefnaðarvörudeild kaupfélagsins hjá henni Jó- ónsson: Búðaráp hönnu í Suðurgötu 2 í aðal- húsi fyrirtækisins var tvískipt. Onnur deildin var skóbúð. Aðrar búðir, eins og Oddur og Óli Thor í Útvegsbanka- húsinu versluðu einnig með skó ásamt öðru fatakyns. Áður en ég man eftir mér var skóbúð í húsi Andrésar Hafli- þasonar við Aðalgötu. Séð frá þessu sjónarhorni er auðvitað augljóst að Siglufjörður var enginn smábær. Búðir hér og þar. Dreifing verslunarinnar bar þess líka merki. það voru ekki bara búðir í miðbænum. þeg- ar ég var sendur út eftir mjólk fyrir 1950, þá skoppaði ég oftast eftir Suðurgötunni suð- ur í Bakkabúð, sem var í húsi Kela Ben., föður Kiddjóns vinar míns, en þar var fyrst í stað danskur maður á fleti fyrir, sem hét Kaj. Hann rak Bakkabúðina einhvern tíma þar til Siggi bakari í Félags- bakaríinu yfirtók reksturinn og Kaj flutti burtu. í Bakka- búðinni fékkst mjólk og brauð. Seinna opnaði Eggert Theodórs nýja Bakkabúð í húsi sem var flutt úr Lækjar- götunni í Suðurgötu 40. Kaupfélagið seldi líka mjólk og brauð í Suðurgötu 4, en brauðið fékk það úr eigin bakaríi í Hvanneyrarbraut 42. í því húsi var líka mat- vöruverslun og erum við þá komin í hinn enda bæjarins. I nokkurn tíma gerði Gestur Fanndal tilraun með mat- vöruverslun enn utar í bæn- um, en sú verslun var staðsett í húsi sem nú er íbúðarhús skáhallt fyrir ofan sundhöll- ina. Bakarí og mjólkurbúðir. Um tíma voru bakaríin þrjú. Yngsta bakaríið, sem Siglfirðingar kalla nú gamla bakaríið, var kaupfélagsbak- aríið, sem Steindór Hannes- son stjórnaði og sem nú er orðið íbúþarhús, þá kom Fé- lagsbakaríið, sem nú er kallað Billinn, sem Siggi bakari átti í Lækjargötunni og svo Hertervigsbakaríið, sem var niðri í Vetrarbraut. Siglfirð- ingar hafa að vísu lítið gefið eftir í þessum efnum því nú munu tvö bakarí vera á staðnum, þótt hvorugt þeirra sé staðsett á söguslóðum bak- aría fyrri tíma. Mjólkurbúðir voru kafli út af fyrir sig. Mjólk var ekki seld í matvörubúðum, heldur í séstökum mjólkurbúðum þar sem mjólkinni var dælt á brúsa, sem hver og einn kom með sér í búðina. Mjölnir var hættur, þegar ég man eftir mér, þannig að Drangur sá um alla aðflutninga á mjólk frá Akureyri og frá Sauþár- króki, en F-7 dró mjólkina frá Hóli, oftast með Hansen við styrið. Rósa í mjólkur- búðinni var fyrir mér ein helsta virðuleikapersónan í bænum. Hólsmjólkurbúð hennar var í Túngötu 2. það var heppileg staðsetning beint á móti fiskbúðinni hans Togga í Túngötu 1. þar fyrir utan var helsta mjólkurbúðin hjá KEA í Aðalgötu 9. Fiskbúðir. Fiskbúðin hans Togga að Túngötu 1 var ekki eina fisk- búðin á svæðinu, því ef geng- ið var niður fyrir norska sjó- mannaheimilið og upp með því að sunnan, þá var maður kominn í fiskbúðina hans Petersens, sem var í kjallaran- um í því húsi. Nú hefur um árabil verið starfrækt fiskbúð í þessum kjallara, fyrst Jósi og Böddi og síðan Eysteinn, Guggi og Salli, en þá er geng- ið inn um vesturendann. þeg- ar Toggi og Petersen voru hættir tók Matti í fiskbúðinni við, en hann var með sína fiskbúð í gömlu bílastöðinni beint á móti Bíócafé á horni Aðalgötu og Lækjargötu. Að- algötumegin íþví húsi rak Kristmar Olafsson sjoppu og hafði opna lúgu á kvöldin og var því alltaf kallaður Krist- mar í gatinu af krökkunum. Nú er fyrir löngu búið að rífa þetta einlyfta timburhús líkt og hina bílastöðina, sem tók síþan alveg við því hlutverki nokkru sunnar og ofan við Lækjargötuna. Fjöldi matvörubúða. Matvörubúðir voru all- margar eins og hæfði stórum bæ. Ekki fann ég fyrir versl- un Gests Fanndal þótt ég gengi niður Suðurgötuna í þá Ur Siglufjarðarapóteki. Ljósm. Kristfinnur Guðjónsson. 14

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.