Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Síða 19

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Síða 19
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson: Norðmenn á Sigluflrði Árið 1985 kom út hjá Universitetsforlaginu í Nor- egi bókin „Norske Islandsfisk- ere pá havet“ eftir Kari Shete- lig Hovland. Bókin fjallar, eins og nafnið ber með sér, um fiskveiðar Norðmanna á Islandsmiðum og tekur til tímabilsins 1900-1939. Að sjálfsögðu eru síldveið- arnar fyrirferðamestar í um- fjöllun höfundar og Siglu- fjörður skipar stóran sess. Nokkuð ítarlega er fjallað um þorskveiðar (línuveiðar) Norðmanna og kemur m.a. fram að árið 1933 voru flutt til Noregs af Islandsmiðum 6.712.000 kg. af saltfiski. Einnig kemur fram að á tímabili var allnokkuð flutt af lifandi fiski (þorski í körum) til Noregs og þaðan áfram á markað á meginlandinu eða til vinnslu þar. Sannast hér enn hið forn- kveðna að ekkert er nýtt undir sólinni. Eins og áður segir fjallar bókin um síldveiðarnar á ítar- legan hátt og er víða leitað fanga í prentuðum og óprent- uðum heimildum bæði í Noregi og hér á landi. Höf- undur hefur einnig rætt við fjölda manna, flesta í Noregi en meðal heimildarmanna eru einnig Elísabet og Sigrún Bjarnadætur í Bolungarvík sem ungar störfuðu á Siglu- firði, Jóhann Skagfjörð, Snorri Stefánsson, Garðar Júlíusson (Akureyri), Karl Sigurðsson (Hjalteyri) o.fl. Sigurjón heitinn Sigtryggsson vann einnig með höfundi að heimildaöflun og hún átti gott atlæti í Bókasafninu þar sem hún vann töluvert að öfl- un gagna. Bókin er forvitni- leg og fróðleg aflestrar þótt tæpast verði um hana sagt að hún sé skemmtileg eða létt. Gríðarlegar upplýsingar eru í henni að finna um framgang veiða og vinnslu, t.d. er ítar- lega fjallað um fyrstu bræðslu- og gúanófabrikk- urnar, þróun síldarsöltunar og veiðiaðferða. Höfundur fjallar um líf og störf síldarsjómanna og sam- skipti þeirra og Siglfirðinga sem auðvitað voru mikil. Bókin er full af nöfnum Norðmanna sem Siglfirðing- um eru vel kunn, s.s. Ole Tynes, Knut Sœther, Hans Söbstad, Edvin Jakobsen, Johan Hardei, Peder Nœss, Lars og Harald Mannes, Buvik, Bakkevik, Evanger o.fl. o.fl. Vertíðin hjá Norðmönnum sem flestir voru frá Hauga- sundi og Karmey stóð um 2- 3 mánuði. Aðbúnaður gat verið slæmur og vinnan erfið. Hins vegar áttu sjómennirnir frí um helgar sem Siglfirðing- um fannst undarlegt fyrir- komulag. Þá fylltist Siglu- fjörður af skipum og þúsund- ir manna ráfuðu um götur þessa örlitla þorps á Þor- móðseyri án þess að hafa nokkuð við að vera. Að von- um gekk á ýmsu og í blaða- grein í Bergens Tidende 1911 segir að Siglufjörður sé „lasternes arnsted“ og áfram að höfundur hafi orðið vitni að „avskyelige optrin, da brændevinsflaskerne knustes i modstanderens ansigt, hvorefiter flaskehalsene benyttedes til slihanske, og omtrent hver eneste vindusrute i et hus ble utslát. Jeg skammet mig over at være nordmand.“ Bæði Norðmenn og íslendingar sáu ljóslega að Ieita varð úr- ræða til að gera sjómönnun- um lífið bærilegra á hvíldar- tíma sínum. Þar eru til nefndir sérlega til sögu Helgi Guðmundsson læknir, Guð- mundur Hallgrímsson læknir og Hafliði Guðmundsson hreppstjóri auk norskra sjó- mannspresta sem lögðu leið sína til Siglufjarðar. En það var Sjur Espeland frá „Innra sjómannatrúboðinu" sem lét verkin tala og beitti sér fyrir byggingu og stofnun Norska Sjómannaheimilisins sem tekið var í notkun sunnudag- inn 12. sept. 1915. Sagan af þessu framtaki Sjurs Espeland hefur verið ágætlega skráð af Kristni Halldórssyni í sögu Siglufjarðar og vísast hér til þess. Þrátt fyrir erfiði, fjarvistir og hættur sóttu menn í síldina og þá „lastabælið" Siglufjörð. I bókinni getur höfundurinn þeirra dæma að menn hafi ver- ið á síld hvert einasta sumar í 20-30 ár. Pæder Næss var t.d. 33 vertíðir við Island. Sama mátti segja um skipin, þau komu ár eftir ár. Eldri Siglfirð- ingar og sjómenn kannast við nöfn eins og „Seir“, „Not- mann“, „Jarnbarden“, „Sval- bard“, „Islændingen“, „Gisköy“ o.fl. o.fl. Bókin „Norske Islandsfisk- ere pá havet“ er áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á sögu Siglufjarðar og sögu síldveiða og síldarvinnslu. Hún fjallar ítarlega um upp- haf þessa atvinnuvegar og ennfremur vöxt og viðgang Siglufjarðar í upphafi aldar- innar. Hún sýnir okkur einn- ig hina hliðina, þ.e. hvernig Norðmenn sáu og upplifðu síldarævintýrið og höfuðstað síldveiðanna, Siglufjörð. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu þessa blaðs: Hótel Lækur, Siglufirði Knattborðsstofan „Billa'Qrill“, Siglufirði / Islandsbanki, Siglufirði Netagerðin hf., Siglufirði Pólar hf., Siglufirði Ragnar Quðmundsson, Siglufirði Siglfirðingur, Siglufirði Siglósport, Siglufirði Tunnan, prentþjónusta, Siglufirði Þormóður rammi, Siglufirði Endurskoðendur ehf., Þórsgötu 26, Reykjavík Sverrir Björnsson, ökukennari, Reykjavík Ævar Friðriksson, ökukennari, Reykjavík Ottar Bjarnason, bakarameistari, Sauðárkróki 19

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.