Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 1997, Page 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 1997, Page 5
Kristján Sturlaugsson var barna- kennari, ættaður vestan úr Dölum, sem átti með henni Dúu sinni fríðan barnahóp. Sigurlaug er skólasystir mín og Lóa er pólitíkusinn í geng- inu og situr í bæjarstjórn. Stúlli Miðaldamaður, bróðir þeirra, er einn af helstu burðarásum Síldar- ævintýrisins, músíkmaður fram í fmgurgóma og er þó ekki allt upp talið af mannvænlegum börnum þeirra Kristjáns og Dúu. Kristján í Brúatfossi Kjartansson rak billjardstofú og veitingahús í Brúarfossi ásamt Ólínu konu sinni. Brúarfoss var stórt bláleitt hús, sem stóð þar sem nú er Ráðhústorg bæj- arins, skáhallt á móti kaupfélagshús- inu. Kristján var áhugamaður um stofnun sérstaks verkalýðsfélags starfsmanna síldarverksmiðjanna, en ekki varð af þeirri hugmynd. Þau hjón áttu stóran barnahóp og var Finnboga ein þeirra, bekkjarsystir mín. Kristján Sveinsson var verkamað- ur í síldarverksmiðjunum og bjó syðst á Lindargötunni ásamt Sigríði konu sinni, systur Helga Dan hesta- manns og hálfsystur Þórhalls Daní- elssonar frá Hornafirði. Með þeim bjó dóttir þeirra og sonur hennar ungur, sem einnig hét Kristján eftir afa sínum. Sagan segir að eitt sinn, er afinn var að vakna eftir smáblund í stofustólnum, hafi dóttursonur hans danglað með hamri í höfuð hans. Fræg eru orð frú Sigríðar, sem vítti guttann með óviðjafnanlegri elsku ömmunnar: Það var ekki fal- legt af þér, Kristján minn, að rota hann afa þinn! Kristján Sigtryggs var listasmiður sem var með verkstæði sitt á efstu hæð í Suðurgötu 10. Kristján var afar hæglátur og vandaður maður, sem setti pípuna sjaldan frá sér og rasaði ekki að neinu. Hann átti mannvænleg börn og var Steini á F-66 einn af sonum hans. Hann bjó fjölskyldu sinni hús yst og efst í bænum og stóð það lengi vel eitt og sér. Það sem heillaði flesta stráka á mínum aldri var þó bíllinn hans, sem hann byggði sjálfur yfir á sér- stakan hátt á verkstæði sínu, en til þess reisti hann stillansa með bíla- braut, sem lengi stóðu við suðurvegg Suðurgötu 10 og náðu yfir á lóð Guðmundar Einarssonar. Einn af listasmiðum á því verk- stæði var Kristján Tíkall. Kristján Eiríksson var góðlegur karl með þykkt yfirvararskegg og oftast með kaskeiti. Hann var snillingur að smíða rokka fyrr á tímum og var lengi kenndur við þá smíði. Hann bjó með stórri fjölskyldu sinni í litlu húsi fýrir sunnan Alþýðuhúsið, en Heiða dóttir hans var bekkjarsystir mín. Stjáni á Kambi var kominn af stórri og gagnmerkri siglfirskri ætt. Kristján Ásgrímsson var bryggjufor- maður á söltunarstöðinni Dröfn. Af honum er einnig kominn stór og veglegur ættbálkur, en bróðir hans Helgi og Kambsbræður synir hans réru lengi á Hjalta SI-12, sem flestir muna eftir. Stjáni á Kambi var lág- vaxinn spengilegur karl, hvers manns hugljúfi, hvort sem börn eða fullorðnir áttu í hlut. Stöðin hans var beint fyrir neðan heimili mitt, þannig að hann þurfti oft að vara okkur krakkana við bryggjunum og gerði hann það á sinn meistaralega hátt, þannig að hann fór ekki í stríð við krakkana, heldur þótti okkur öll- um vænt um hann á eftir og hlýdd- um - oftast. Kristján litli minn er ungur mað- ur, sem fæstir þekkja undir því nafni nema þeir sem kynntust móður hans á yngri árum. Kristján Elíasson, skipstjóri, er mesti dugnaðarforkur bæði til sjós og í félagsmálum. Heiða Jónu, sem er móðir hans, kom oft til að spjalla við og aðstoða móður mína í ýmsu og varð þá m.a. tíðrætt um þennan ágæta son sinn og þekkti ég hann þess vegna aldrei undir öðru nafni. Hann er af Gosa-ætt og þess vegna af kjarnakyni. Það er hæfilegt að ljúka þessari upptalningu á þeim Kristjánum, sem mér koma í hug í sambandi við bæinn okkar, á Kristjáni Jóhanns- syni, frænda mínum, sem ber að sjálfsögðu nafn langafa okkar úr Lambanesi, en Kristján er sonur Lóu Jóns og Jóa. Þessi Iistfengi frændi minn, sem nú er kennari á Akureyri, var öllum drengjum liðugri á sínum tíma og gat enginn leikið eftir þær kúnstir ýmsar sem hann hafði fyrir okkur. Það er Ijóst af þessari upptalningu, að Siglufjörður hefur verið vel settur af Kristjánum í gegn um tíðina. Þeir hafa sett sinn svip á bæinn og Siglu- fjörður hefur notið starfa þeirra og hæfileika í ríkum mæli. Jón Sœmundur Sigurjónsson / 5

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.