Vesturland - 24.12.1956, Page 6
6
VESTURLAND
Frá dagsias önn.
/ jólablaSi ,,Vesturlands" i fyrra birtusl vióiöl viö fjóru unga
ísfiröinga, sem höf&u valiö sér einhver þjónustustörf a<5 lífsstarfi.
Nú birtir Vesturland viötöl viö fimm Isfröinga á ýmsum aldri um
lifsstarf þeirra, lifsviöhorf og áhugamál.
V__________________________________________________________________________J
Anna Hermannsdóltir:
ÉB stokkaöi npp, beitti og skar flr knfiski ■
Nú á síðari árum hefir það færzt
mjög í aukana, að húsmæður vinni
utan heimilisins við ýms fram-
leiðslustörf. Er margt sem þessu
veldur, svo sem aukin og fjölþætt-
ari framleiðsla og meiri eftirspurn
eftir vinnuafli. Skoðanir manna
eru mjög skiptar um, hvort það sé
heppilegt fyrir heimilið, að hús-
móðirin vinni úti. Halda margir
þar fram algjörri verkaskiptingu
milli húsbóndans og húsmóðurinn-
ar, þ. e. a. s. að húsmóðirin eigi
aðeins að gæta bús og barna, en
húsbóndinn að afla tekna til fram-
færslu heimilisins Aðrir halda því
fram, að það sé andleg nauðsyn
fyrir húsmóðurina að fá tækifæri,
til að vinna fjölþættari vinnu. Þeg-
ar heim komi á kvöldin, eigi báð-
ir aðilarnir svo að hjálpast að því
að vinna heimilisverkin og byggja
upp heimilið.
Ég hitti nýlega frú önnu Her-
mannsdóttur úti í Norðurtanga,
þar sem hún vann við að gegnum-
lýsa fiskflök. Ég vind mér því inn
til hennar kvöldtíma, til að ræða
þetta við hana.
— Má ég tefja þig stundarkom
frá heimilisverkunum, Anna?
— Já, blessaður minn, en hvað
vilt þú mér?
— Ég ætla að spjalla við þig
um daginn og veginn og landsins
gagn og nauðsynjar.
— Jæja, spurð þú, ég skal svara.
— Hvernig kanntu við að vinna
svona úti með heimilinu?
daglaunum. Sá galli er hins vegar
á gjöf Njarðar, að við konurnar
fáum ekki að telja þessar tekjur
okkar sér fram til skatts, eins og
öll sanngirni mælir með. Við get-
um því ekki unnið úti eitt árið, en
hætt svo hitt, því að þá yrðu skatt-
arnir óviðráðanlegir fyrir heimil-
isföðurinn einan. Þetta er ranglæti,
sem ég tel að þurfi að leiðrétta.
—- Ert þú ekki annars vön allri
útivinnu frá barnæsku?
—• Jú, jú, við systumar fórum
alltaf í „króna“ með strákunum og
stokkuðum upp og beittum og
skárum jafnvel úr kúfiski. Já, og
Kæja, systir, skrapp stundum á
sjóinn með pabba, þegar vantaði
mann.
Jóhann Magnússon:
Börnin vilja ebki heyra,
Það eru frimínútur í Bamaskól-
anum núna. Þegar búið er að
hringja inn, tökum við skólaum-
sjónarmanninn, Jóhann Magnús-
son, tali og spjöllum við hann
stundarkorn.
— Þá er fyrst að spyrja, hvem-
ig þú, gamall sjómaður, kunnir við
þig í þessum stóra barnahóp, í öll-
um þessum ys og þys og hávaða?
—- Ég hefi alltaf kunnað ágæt-
lega við mig hérna í skólanum. Ég
hefi alltaf verið barnavinur og
hvergi liðið betur, heldur en meðal
barnanna. Ég vona líka, að eim líki
vel við gamla manninn. Annars
vilja þau nú ekki heyra, að karlinn
sé orðinn gamalþ ,,Þú ert ekkert
gamall, afi“ segja þau, þegar ég
er að segja þeim, að þau megi ekki
láta illa við gamla manninn.
— Hvað ertu þá orðinn gamall?
— Ég er orðinn 64 ára, og það
er orðinn nokkuð hár aldur, sér-
staklega eftir að heilsan er farin
að bila. Ég hefi stundað eitthvað
sjó á hverju ári síðan ég var 14
ára gamall, en nú setti ég ekki
ofan í sumar. Það er fyrsta sumar-
ið í 50 ár, sem ég set ekki ofan.
Það fer svona fyrir okkur öllum,
að heilsan segir okkur, hvenær við
eigum að hætta.
Annars eru það mikil viðbrigði
fyrir mann, sem stundað hefur sjó
allt frá barnæsku, að þurfa að
horfast í augu við þá staðreynd,
að hann sé orðinn það gamall, að
nú verði hann að segja skilið við
sjóinn fyrir fullt og allt. Eins og
að líkum lætur um menn, sem átt
hafa sín beztu ár á sjónum, eiga
þeir margar hugljúfar endurminn-
ingar tengdar við það tímabil.
Þannig er það og þannig verður
það víst lengst af.
— Ja, ég get ekki sagt að ég
sé neitt hrifin af þessu. Þetta er
þó að mörgu leyti upplyfting, en
oft á tiðum erfitt með stórt heim-
ili. Þegar stöðug vinna er, er unn-
ið frá kl. 8 á morgnana til 7 á
kvöldin og þá eru öll heimilisverk-
in eftir. Annars veit ég ekki,
hvernig framleiðslan færi að, ef við
giftu konurnar gripum ekki inní,
því að ekki vilja ungu stúlkumar
vinna við þetta. Ég held, að það
séu aðeins tvær konur í Norður-
tanganum, sem ekki þurfa að
hugsa um heimili með. •
Annars byrja margar konur á
að vinna úti, til að afla heimilinu
aukatekna og ýmissa þeirra þæg-
inda, sem nú er völ á, en ekki er
hægt að veita sér með venjulegum
— Finnst þér, að húsbóndinn
eigi að hjálpa konunni við heimil-
isverkin ?
-—■ Hvað heldurðu maður. Vita-
skuld á maðurinn að hjálpa til á
heimilinu, svo að konan geti átt
frí til jafns við hann. Heimilið er
ekki síður hans, heldur en konunn-
ar, og ég vildi ekki eiga þann
mann, sem ekki nennti að rétta til
hendi á heimilinu. Ég held nú líka,
að þeim sé alltaf að fækka, sem
betur' fer.
— Hvað um skemmtanir og fé-
lagslíf ?
— Ég gef mér alltaf tíma til að
skemmta mér og tel, að það sé
öllu fólki nauðsynlegt. Störfin
verða öll léttari, þegar maður
skreppur út til að skemmta sér
— Þú ert hér í skólanum alla
dagana.
— Já, ég er hér á hverjum degi
frá kl. hálf átta á morgnana til
7 og 8 á kvöldin og á milli er ég
öðru hverju. Það er nauðsynlegt
með öðru.
— Telur þú, að æskan sé verri
núna, heldur en hún var á þínum
sokkabandsárum heima í Ögri?
— Nei, það held ég ekki. Hún
hefir meira frjálsræði og fleiri
tækifæri. Margir unglingar taka að
sjálfsögðu víxlspor, eins og geng-
ur, en aðrir þroskast með auknu
frjálsræði. Ég held, að það sé
miklu meira talað um hasarblöð og
spillingu, en ástæða er til.
aö afi sé oröinn gamall
hér á sunnudögum. Ég verð að
fylgjast með því að hér sé allt i
lagi, þegar börnin mín koma í
skólann sinn. Þau treysta því, að
afi sjái um allt.
— Vill nú ekki oft verða hávaða-
samt hjá svona stórum hóp?
— Ekki svo orð sé af gerandi.
Börn eru alltaf börn og þeim fylg-
ir alltaf fjör og gáski, annað væri
óeðlilegt. Ef mér þykir þau verða
of hávaðasöm, þá þarf ég ekki
annað en rétta þeim hendina. Þá
dettur allt í dúnalogn. Þau hlýða
alltaf afa. Það er ekki að tala um
það, þau vilja ekkert gera mér á
móti skapi. Ég man ekki eftir
neinu barni í þessi átta ár, sem
ég hefi verið hér húsvörður, sem
hefir gert á hluta minn.
Ég get ekki talið það, að nokkru
eftir að ég byrjaði hérna í skólan-
um, lenti ég í smáútistöðum við
einn piltinn, en síðan höfum við
verið beztu vinir. Færir hann
gamla manninum oft soðningú,
þegar hann er til sjós. Það er ekki
að tala um það, að börnin læra
fljótt að meta það, ef fullorðna
fólkið kemur vel fram við þau.
Kennararnir hafa líka verið hver
öðrum betri, að ég nú ekki tali um
sjálfan húsbóndann á heimilinu,
skólstjórann. Það er alveg eins og
hann sé faðir allra barnanna. Það
er ekki að tala um það, að félags-
skapurinn hefir verið eins góður
og bezta skipshöfn til sjós getur
verið. Þetta hefir alla tíð verið eins
og ein fjölskylda, og þannig á það
líka að vera.
— Nú hringir skólabjallan, og
þá fer afi strax að ókyrrast. Nú
þarf hann að fara að líta eftir
börnunum sínum og við óskum
honum langra samvista með glöðu
og frjálsu æskufólki.