Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1956, Qupperneq 10

Vesturland - 24.12.1956, Qupperneq 10
10 VESTURLAND Heimsókn í barnaskólann Góður skóli er virðuleg stofnun, sem hefir þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Barnaskóli Isaf jarðar er ein af elztu og virðulegustu stofn- unum þessa bæjar. Hann var ein af þeim stofnunum, sem reis upp í dagreningu nýs tíma, þegar landsmenn minntust 1000 ára bygðar landsins, árið sem konung- ur færði landsmönnum nýja stjórn- arskrá. Þjóðhátíðarárið 1874 var fyrst settur barnaskóli á Isafirði. Var fyrsti skólastjóri hans Ámi Jóns- son, sem síðar varð einn umsvifa- mesti og stórbrotnasti athafna- maður, sem hér hefir starfað. Stjómaði hann skólanum í eitt ár. Fjárhagur bæjarfélagsins mun þá hafa staðið með litlum blóma. Skutu því ýms samtök og einstakl- ingar í bænum saman 1600 ríkis- dölum, til þess að byggja skólahús. Af þeirri upphæð gaf Sass, sem hér var kaupmaður þá, 3000 krón- ur. Skólahúsið reis síðan af gmnni. Er það nú hús Bjama Hávarðsson- ar nr. 3 við Silfurgötu. Þar var skóli haldinn í 27 ár. Sumarið 1901 var svo byggð neðri hæðin af nú- amkomu'L í ^alem 1. jóladag kl. 9: Morgunbæn. 1. jóladag kl. 4,30: Hátíðarsamkoma. 2. jóladag: Hátíð sunnu- dagaskólans. kl. 2 yngri deild. kl. 5 eldri deild. 2. jóladag kl. 8,30: Sam- koma (fest) fyrir Færey- inga og aðra aðkomu sjómenn. Gamlárskvöld kl. 11: Sam- koma. Nýársdag kl. 4,30: Sam- koma. Fjölmennið á samkom- umar! Gleðileg jól! verandi skólahúsi, og hefir skólinn verið þar til húsa síðan. Árið 1906 var svo byggð efri hæðin og mörg- um ámm síðar var byggt fimleika- hús við skólann, þar sem nú er kennarastofan. Fyrsta skólaárið voru nemendur skólans 22, en síðan hefir nem- endafjöldinn verið, sem hér segir: Veturinn 84—85 88 nemendur. 94—95 25 — 04—05 73 — 14—15 155 — 24—25 164 — 34—35 338 — — 44—45 433 — — 54—55 386 — Þess ber að geta í sambandi við nemendafjöldann á ámnum fyrir aldamótin, að á þeim ámm héldu margir bæjarbúar heimiliskennara. Gefur nemendafjöldinn því ekki rétta mynd af þeim barnahóp, sem naut almennrar barnafræðslu. Ár- ið 1934 haifði skólaskyldan verið færð niður í 7 ár, en árið 1954 hef- ir bekkjadeildum skólans aftur verið fækkað, þar sem heill ár- gangur hefir þá flutzt yfir í Gagn- fræðaskólann vegna nýju fræðslu- löggjafarinnar. Á þessum árum hafa verið 10 skólastjórar við Barnaskóla Isa- fjarðar. Eins og áður er getið, stjórnaði Árni Jónsson, vei’zlunar- stjóri, skólanum fyrsta starfsár- ið. Þá tók við skólastjórninni séra Sigurður Gunnarsson, sem síðar var mörg ár prestur í Stykkis- hólmi og þingmaður Sunnmýlinga og Snæfellinga. Stjómaði hann skólanum í 4 ár. Eftir hann tók Grímur Jónsson, faðir Jóns Gríms- sonar, við skólastjórn, en hann var skólastjóri bamaskólans frá 1879 þar til 1901, að skólinn flutti í núv. skólahús. Þá tók dr. Bjöm Bjama- son frá Viðfirði við skólastjórn- inni. Var hann skólastjóri frá 1901 —1907, að undanteknu einu ári, sem hann dvaldist erlendis, til að verja sína doktorsritgerð, en þá var skólastjóri séra Ásgeir Ás- geirsson, síðar prófastur að Hvammi í Dölum. Síðan hafa ver- ið skólastjórar séra Bjarni Jóns- son, síðar vígsslubiskup, 1907—- 1910, Sigurjón Jónsson, síðar bankastjóri, 1910—1915, Baldur Sveinsson, sem síðar varð ritstjóri Vísis í Reykjavík, 1915—1918, Sigurður Jónsson 1918—1930 og loks Bjöm H. Jónsson 1930—1956. Hafði hann verið kennari við skól- ann í 6 ár áður og hefir því starfað lengur en nokkur annar maður við skólann. Næstur kemur væntan- lega Jón Hróbjartsson, sem starf- aði við skólann samfleytt í 30 ár. Eínn reyndasti skólamaður þessa lands, komst eitt sinn svo að orði „Það langskemmtilegasta í ys og erfiðleikum annríks skóla er þetta: að sjá ungt fólk vaxa upp undir handarjaðri sínum, fylgjast með bamingi þess og gleði, áhyggjum þess og sigmm og sjá síðan á eft- ir því út í lífið og fylgjast með því þar, hvernig það kemur fótum undir sig og stækkar og hækkar.“ Undir þessi orð hins reynda skóla- manns munu flestir geta tekið. Fátt er ánægjulegra en að sjá ungt fólk feta sig upp námsstig- ann og ná nýjum og nýjum á- rangri á menntabrautinni og verða síðan virkir þátttakendur í starfi þjóðfélagsins. ---o----- Vealurland birtir liér nokkrar svipmundir, sem nýlcga voru tekn- ar i Barnaskóla ísafjarðar. Lengst Ul vinstri d mgndinn hér að ofun er GuSni Jónsson, kennari, aS af- henda nemendum sínum brauS- hleif, en siSan kemur frú Una'Thor- oddsen og gefur börnunum þorska- lýsi. Lcngst til hægri er Björgvin Sighvalsson, kennari, aS selja ungri stúllcn sparimcrki. Á mgndinni aS ncöan sést Afi meS börnunum sínum. Ljósm.: Jón Páll.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.