Vesturland - 24.12.1956, Side 11
VESTURLAND
11
*
Þegar jólin gleymdust.
Óvenjuleg
Um allmörg ár hafði litið út fyr-
ir að þetta myndi koma fyrir. —
Svo var það árið 1984, að öll þjóð-
in gleymdi að halda jólin hátíðleg.
Nú, þegar ég minnist þessa, sé
ég, að það var ekkert óeðlilegt við
þetta, og eigi ber að saka neinn
sérstakan um, að svona skyldi
fara.
Milli 1960 og 1970 var þegar far-
ið að fyrnast yfir jólin í hugum
fólks. — Þið munið sjálfsagt þá
tíma, eða hafið a. m. k. lesið um
þá. — Þegar heimurinn var í upp-
lausn, og ringulreið ríkti. Þá var
beinlínis ómögulegt að kaupa
nokkuð til þess að halda upp á jól-
in. — Allir voru önnum kafnir við
að treysta varnir landsins, og
höfðu annað að sýsla en búa
til leikföng eða þess konar
óþarfa. — Ríkisstjómin hafði þar
að auki komizt að þeim sannind-
um, að efnahagslífinu stafaði hætta
af jólunum og því umstangi, er
þeim fylgdi. Ekki minna en einn
fjórði hluti af árlegri veltu heild-
sölu- og smásöluverzlana var i
beinu sambandi við jólin og aðeins
landbúnaðurinn og þungaiðnaður-
inn voru þar stærri þættir í efna-
hagslífinu. — Þess vegna kom
stjórnin á fót, um 1980, sérstakri
stjórnardeild, sem að vísu hafði
ekki beinlínis það hlutverk að af-
nema jólahald meðal þjóðarinnar,
en átti þó að stemma þarna stigu
við, svo að jólahátíðahöldin veiktu
ekki efnahags- og vamarkerfi
landsins. Þess vegna voru allir
hvattir til þess að gefa eingöngu
jólagafir úr plasti eða pappír. —
En svo varð skortur á plasti líka,
og þá urðu allir að láta sér nægja
gjafir úr pappír.
Eftir því sem tímar liðu þótti
kjánalegt að vera að tala um það,
að nú væm svo og svo margir dag-
ar til jóla. Það var líka afar
heimskulegt, þegar þess er gætt,
að hið eina, sem hægt var að fá
til jólagjafa var lítilsháttar vasa-
bók eða eldspýtnastokkur. Þess
vegna hættu blöðin líka að skrifa
um jólin og jólaundirbúning, og
það birtust engar jólasögur í
vikublöðunum, engar teikningar
með greni, jólasveinum og þess
háttar, og meira að segja þulirnir
í útvarpinu hættu að tala um jól-
in, því að þeir vissu, að hlustend-
umir yrðu þá svo þunglyndir, þeg-
ar þeir yrðu minntir á gamla daga.
Smám saman varð þannig álitið
beinlínis ósiðlegt að minnast á jól-
in.
Árið 1984 náði þetta hámarki.
— Dagblöð frá þeim tíma sýna, að
það ár var aldrei minnst einu orði
á þessa hátíð. Þjóðin átti í mikl-
um erfiðleikum, og jafnvel það að
gleðjast fáeina daga mundi vera
talið óþjóðlegt. Það var kominn
20. desember, svo kom 21. og eng-
inn minntist einu orði á jólin. Ekk-
ert minnti á þau, enginn búðar-
gluggi var skreyttur. Svo leit fólk
á dagatalið og gat sannfærzt um
að kominn væri 23. desember. —
Það leit í búðargluggana. Þar var
ekkert að sjá nema vinnufatnað
og hina svonefndu saum-blýanta,
en þá notaði kvenfólkið til þess að
teikna strik á fótleggina með, svo
að það liti út, sem það gengi í for-
láta nylon-sokkum.
Samt sem áður hlýtur að hafa
verið fólk, sem óafvitandi þráði
jól bernskunnar. Það sýnir sá at-
burður, sem átti sér stað í bænum
okkar, 24. desember 1984. Sagna-
ritarar hafa skrifað mikið um það,
sem gerðist þá, en þar sem ég var
sjálfur sjónarvottur að því sem
gerðist, og fjölskylda mín var
beinlínis þátttakandi í atburðinum,
tel ég það skyldu mína að skýra
frá málsatvikum. —
Þið skiljið, lesendur góðir.
Söguhetjan var faðir minn. Ég get
vel viðurkennt það nú, en þá
skammaðist ég mín lengi fyrir það.
Pabbi hafði verið nokkur ár á
sjúkrahúsi fyrir geðsjúka. — Við
heimsóttum hann í hverri viku. —
í rauninni var ekki mikið að hon-
um, en — það kom einstaka sinn-
um fyrir, að hann varð æstur, og
geðlæknarnir, þeir hálærðu herr-
ar, gerðu hvað þeir gátu til þess
að róa hann. Þeir sögðu, að hann
jólasaga.
hefði tapað sambandi við nútíðina
og lifði í fortíðinni. Þetta var víst
talsvert útbreiddur sjúkdómur. —
Læknarnir reyndu að fá hann til
að lifa í nútíðinni með því að ræða
við hann um viðburði hins líðandi
dags. Stundum fóru þeir með hann
í gönguferðir um bæinn, en þá
vildi það alltaf til, að hann fékk
þá flugu í höfuðið, að fara inn á
einhvem rólegan stað og fá sér
hressingu, eða glas af víni. — Þá
var alltaf farið með hann rakleitt
í sjúkrahúsið aftur. í>að vom
nefnilega meira en tuttugu ár síð-
an að ríkisstjórnin hafði bannað
fólki að sitja inni á veitingahús-
um og drekka rándýrt brennslu-
efni.
Venjulega var hann vingjarnleg-
ur og þægur. Ég hefi aðeins einu
sinni séð hann æstan.
Hvemig honum heppnaðist að
flýja af sjúkrahúsinu 24. desem-
ber 1984 hefir aldrei fengizt út-
skýrt. Hann hafði hegðað sér til-
tölulega vel í heilan mánuð, og
einn morgun hafði hann meira að
segja haft orð á því við læknana,
að honum þætti skynsamlegt, að
fólk héldi ekki lengur jólin hátíð-
leg, því að hann væri fullkomlega
sammála ríkisstjórninni um það,
að slíkt væri aðeins sóun á vinnu-
afli og efni. Það var álitið, að nú
væri hann að ná sér af sjúkleik-
anum, og þessvegna var honum
leyft að fara sinna ferða í sjúkra-
húsinu. Ég geri ráð fyrir, að hann
hafi bara gengið beint út um aðal-
dyrnar og farið heim.
Við sáum hann koma gangandi
yfir grasflötina, hlaðinn pappa-
öskjum og við urðum, sannast að
segja, skelkuð, en mamma bað
okkur að gera ekki neitt til þess
að æsa hann upp. Hann kom inn
í stofuna og brosti. Og þvílíkt
bros! Ég hafði aldrei séð slíkt áð-
ur. Svo gaf honn okkur, hverju
fyrir sig, eina pappaöskju. í
öskjunni, sem hann gaf mömmu,
voru blýantamir, sem nota átti til
þess að gera strik á fætuma. 1
minni öskju var bolti, búinn til úr
pappírskvoðu, og í öskjunni, sem
litla systir mín fékk voru fáein
allavega lit bönd úr silkipappír.
Mamma var áhyggjufull á svip-
inn, en okkur krökkunum fannst
þetta reglulega skemmtilegt. Við
settumst á gólfið og fórum að
leika okkur að gjöfunum, og ég
man greinilega, að pabbi sagði:
„Þau vantar tréð — jólatréð“ —
Okkur fannst þetta ákaflega ein-
kennilega sagt. — Hvað var jóla-
tré, og hvernig kæmist það fyrir
í stofunni okkar? — Svo fór pabbi
upp á háaloft, og mamma*hastaði
á okkur. Svo fór hún að símanum
til þess að hringja til sjúkrahúss-
ins.
Þegar pabbi kom niður aftur var
hann óhugnanlegur ásýndum. —
Hann hafði farið í einkennileg,
rauð föt, sem voru lögð hvítum
skinnum, og hann hafði límt bóm-
ull á hökuna og kinnamar. Á
höfðinu hafði hann skrýtna skott-
húfu og hékk skúfurinn niður á
annað eyrað. Hann hló og baðaði
út handleggjunum. Við urðum
dauðhrædd að sjá pabba í þessum
ham. En skyndilega veifaði hann
Þotið upp stigann.