Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1956, Page 12

Vesturland - 24.12.1956, Page 12
12 VESTURLAND Börnin þurfa að hafa sem víðast oo Pbreyttast starfssvið, Rætt við frú Margréti Bjarnadóttur, forstöðukonu Barnaheimilisins. til okkar og gekk út um dyrnar og út að garðshliðinu. Nú varð mamma alvarlega hrædd. „Farðu á eftir lionum“, sagði hún við mig. „Hafðu gát á því, að hann geri ekkert, sem hann ekki má“. Pabbi gekk rólega niður götuna og brosti og veifaði til allra, sem hann mætti. Ég vildi síður, að það vitnaðist, að þetta væri faðir minn, sem hegðaði sér svona undarlega, svo að ég hélt mér í dálítilli fjar- lægð, en þó svo nálægt, að ég gat séð, hvað hann hafðist að. Maður nokkur leit út um glugga og kom auga á hann. Fyrst varð hann skelfdur á svipinn, en svo varð andlitið eitt bros, og rétt á eftir kom hann út á götuna og fylgdi á hæla pabba. Og smám saman bættust fleiri í hópinn og bráðlega skipti hópurinn hundruð- um. Einhvers staðar hafði pabbi náð í stóra klukku, og með henni hringdi hann um leið og hann gekk þarna í fararbroddi. Stöðugt streymdi fólkið að. Það hló og lét öllum illum látum. Þeir handtóku pabba, þegar hann k»m á aðalgötuna í bænum. Einn lögregluþjónn hélt honum föstum, á meðan annar fór inn í verzlun til þess að hringja eftir bíl. Þegar bíllinn kom ýttu þeir honum inn í hann og óku burt. Fólk stóð þarna og horfði á eft- ir bílnum. Það hló ekki framar. Það var einkennilegt á svipinn, eins og það væri reitt. Ég vissi, að lögreglan myndi aka pabba til sjúkrahússins, svo að ég hélt af stað í áttina þangað. Það var byrjað að dimma, og mér fannst það einkennilegt, hve margir voru á sömu leið og ég. Nokkrir fóru inn í hvert einasta hús, sem við fórum fram hjá til þess að sækja fleira fólk. Og allt í einu voru göturnar orðnar fullar af fólki, sem allt var á leiðinni til sjúkrahússins. Það var alveg orðið dimmt, þeg- ar ég kom út að sjúkrahúsinu. Ekkert tunglsljós var, en himin- inn var stjörnubjartur. Fyrir ut- an sjúkrahúsið var fjöldi fólks. Það starði upp í gluggana, og ég heyrði, að það var að geta sér þess til í hvaða herbergi pabbi myndi vera. Svo byrjuðu allir að syngja. Söngurinn varð hærri og hærri. En samt var eitthvað persónulegt við sönginn. Eitthvað er snart hjartað. „Heims um ból, helg eru jól“, þannig byrjaði fyrsti söngurinn. Síðan voru fleiri söngvar sungnir, sem ég heldur ekki þekkti. Nokkr- ir menn komu út á svalir sjúkra- hússins, héldu ræður og hvöttu menn til þess að fara heim. Þeir sögðu, að pabbi þarfnaðist algerr- Mér finnst, að börnin þurfi að hafa sem víðast og fjölbreyttast starfssvið og frjálsræði, til að leika sér og starfa, eins og þeim sjálf- um dettur í hug. Þó á þetta á barnaheimili a. m. k. að vera inn- an ákveðinna takmarka. Þess vegna búum við heimilinu til lög, einföld og þannig framsett, að börnin skilji þau. Lögin mega þó ekki vera þannig, að þau hefti frelsi barnanna um of, en þessum lögum verður að fylgja meðan heimilið starfar. Þar í er hið upp- eldislega gildi barnaheimilisins fólgið, því að skv. þeim læra börn- in smám saman ekki aðeins að borða rúgbrauð jafnt sem rabba- barabraut, heldur og það sem meira er um vert, að sýna hvort öðru tillitssemi og sáttfýsi, en hefnigirni og það, sem við í dag- legu tali köllum hinu ljóta nafni frekju, þrífst ekki og á ekki að þrífast á svona heimilum og mætti missa sig víðar. ar hvíldar til þess að hann gæti jafnað sig. En fólkið hreyfði sig ekki, það hélt áfram að syngja. Um ellefu leytið komu fréttamennirnir frá útvarpinu og sjónvarpinu og lýstu með kastljósum sínum upp svæð- ið fyrir framan sjúkrahúsið. Ljós- myndarar frá blöðunum höfðu nóg að gera við að taka myndir. Og svo kom lögreglan, en fólksfjöld- inn neitaði að fara heim. Enn streymdi fólk að. Hver ein- asta gata, sem að sjúkrahúsinu lá var troðfull af fólki, og flestir voru með kerti í höndunum. Á sumum hafði verið kveikt. Það var dásamlega fagurt, og fólkið hélt áfram að syngja þann söng, sem virtist eiga hug flestra: „Heims um ból, helg eru jól.“ Þegar klukkan á sjúkrahúss- byggingunni sló tólf á miðnætti var pabbi látinn laus. Hann kom út á tröppurnar, í rauðu fötunum með skrítnu skotthúfuna. Og nú steig söngurinn hærra en nokkru sinni fyrr, það var eins og hann gæti lyft okkur öllum til himins. Þannig komst frú Margrét Bjarnadóttir að orði, er tíðinda- maður Vesturlands innti hana frétta af starfsemi Barnaheimilis- ins, sem Barnaverndarfélag ísa- fjarðar hefir nú rekið í tvö sumur og hún hefir veitt forstöðu. — Sumarið í sumar var annað sumarið, sem heimilið starfar, er ekki svo? — Jú, sumarið 1955 starfaði heimilið í tvo mánuði. Var það þá til húsa í sumarbústað okkar hjón- anna að Baldurshaga. Störfuðu þær þá með mér við heimilið, sinn mánuðinn hvor, frú Sigríður Hjartar og frú Guðbjörg Guðjóns- dóttir. 1 sumar fékk heimilið svo Barnaskólann á Brautarholti til af- nota og starfaði það nú í 2y2 mán- uð, frá 15. júní til ágústloka. 1 sumar unnu tvær ungar stúlkur með mér við heimilið, þær Sólveig Hermannsdóttir og Valgerður Jakobsdóttir. í sumar sóttu um 50 börn heimilið, og virtist mér Ég tróð mér milli fólksins og loks komst ég að tröppunum. Pabbi kom auga á mig og þó ég væri fremur stór eftir aldri, lyfti hann mér upp, eins og ég væri fis og setti mig á háhest. Fólkið laust upp fagnaðarópum, og enn var sungið. Ég mun aldrei gleyma þessari jólanótt. Síðan hefi ég lesið margt og mikið um það, sem þá gerðist. Háskólakennarar og aðrir lærðir menn hafa skrifað, að þessi at- burður hafi bundið enda á tímabil, þegar fólk lifði meira eftir regl- um þeim, sem ríkið setti, en það gerir nú. Það var faðir minn, sem inn- leiddi jólin á ný — jólin, þessa dásamlegu hátíð, sem enginn fram- ar mun láta sér detta í hug að af- nema. Á meðan ég lifi minnist ég þessarar töfrandi jólanætur, þegar ég sat á herðum hans og virti fyr- ir mér mannhafið, sem stóð þarna með kertaljósin og söng. Þetta voru fyrstu — og fegurstu — jól lífs míns. ( 1>ijU úr dönsku.) aðsókn að heimilinu vera heldur meiri í sumar, heldur en í fyrra- sumar. Börnin voru á aldrinum 2— 7 ára og virtist mér vera öllu meiri þörf á heimilinu fyrir yngri börn- in. — Og hvernig gekk svo starf- semin ? — Börnin dvöldust þarna innfrá allan daginn. Þeim var ekið í bíl inneftir kl. 9 á morgnana og skilað aftur í bæinn kl. 6 um kvöldið. Á heimilinu fengu þau svo morgun- drykk, hádegisverð og kakó um miðjan daginn. — Þú sa.gðir áðan, að börnin þyrftu að hafa sem víðast og fjöl- breyttast starfssvið og frjálsræði, til að leika sér. Var aðstaðan ekki erfið þarna á Holtunum, til að sjá þessum stóra óg sundurleita hóp fyrir verkefnum? — Jú, að sumu leyti. Húsið var prýðilegt, en það vantaði meiri fjölbreytni í landslagið, til þess að börnin gætu alltaf haft eitthvað fyrir stafni og fengið ný og ný verkefni, til að vinna að. Drengirn- ir þurfa að geta lagt sína vegi, byggt sínar brýr o .s. frv. Ég á við, að hinar starfsfúsu hendur barn- anna má aldrei skorta verkefni og úrlausnarefni. Annars var tíðin ekki reglulega heppileg í sumar. Það var að vísu þurrviðrasamt og talsvert sólfar, en alltaf heldur kalt. Þess vegna var heilsufar ekki reglulega gott hjá börnunum. — Hvernig gekk með fjárhags- hliðina? — Vistgjaldið var 350 krónur fyrir barnið yfir mánuðinn og 20 krónur á dag fyrir þau börn, sem voru aðeins nokkra daga. Auk þess styrkti bæjarsjóður Isafjarðar starfsemi heimilisins með 5000 krónum og vinnuframlögum, sem ég hygg að hafi numið 2—3000 krónum. Að öðru leyti hefir Barna- verndarfélag Isafjarðar staðið und- ir starfseminni. — Hvað heldurðu um áfram- haldið ? — Um það get ég því miður lít- ið sagt að svo stöddu. Ég held, að það hafi verið almenn ánægja með

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.