Vesturland - 24.12.1956, Qupperneq 16
16
VESTURLAND
Tveir litlir snáðar ræðast við:
— Pabbi minn getur rakað sig
án þess að taka vindilinn út úr
munninum.
— Það er ekki mikið! Pabbi
minn getur klippt nöglina á stóru
tánni, án þess að fara úr sokkun-
um.
-----0O0-----
Mamma Maríu litlu, fimm ára,
hafði kvefast og fékk sér Wiský-
lögg um kvöldið, sem meðal við
kvefinu. En svo þegar hún kyssti
Maríu litlu á eftir, þá hrópaði sú
litla. „Mamma! Þú hefur drukkið
ilmvatnið hans pabba.“
-----0O0-----
Þessi mynd er frá Hnífsdal og var tekin á s.l. sumri. Stóra húsið framarlega á myndinni er
nýi barnaskólinn og kapellan. Á síðustu árum hafa nokkur ný íbúðarhús risið þar af grunni.
Hnífsdalur er blómlegt framleiðslukauptún. (Ljósmynd: Jón Páll).
Óboðnir gestir
Kvæðabók eftir Pétur Sigurðsson
Eiginkonan: Þú hefir ekki kysst
mig í heila viku, Sveinn.
Sveinn prófessor: Já, en góða,
hvern hefi ég þá verið að kyssa ?
-----0O0----
Veiztu hver verður afleiðingin
af svona einkunnarbók? Dugleg
flenging.
Já, komdu pabbi, kennarinn býr
hérna rétt hjá.
Heimur versnandi fer.
Karl nokkur, sem þótti málrófs-
maður mikill, gerði oft og tíðum
samangurð á nútíðinni og hinum
„góðu, gömlu dögum“. Þótti hon-
um þar ólíku saman að jafna og
virtist stórkostleg afturför hafa
átt sér stað á öllum sviðum.
Eitt sinn, er rætt var um mat-
vendni, segir karl:
„Fyrr má nú vera bölvuð ekki
sen matvendnin í unga fólkinu. Nú
fussa menn og sveia við allra bezta
mat, en áður fyrr, á mínum ung-
dómsárum, drapst fólkið úr hor og
hungri — og þótti gott.“
★ Þessi litla, fallega ljóðabók eftir
Pétur Sigurðsson, mun verða hinn
mesti aufúsugestur á íslenzkum heim-
ilum.
★ Pétur Sigurðsson er maður lands-
kunnur, enda áhugasamur um marga
hluti. í kvæðabókinni eru bæði andleg
ljóð og ýmis tækifærisljóð.
★ Bókin er 156 bls., bundin í fallegt
skinn og kostar kr. 75,00.
Tryoglng er nauðsyn
Allar tryggingar fáið þér hjá oss með beztu
fáanlegum kjörum.
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.
Umbo&smenn vorir á Veslurlandi:
Ásberg Sigurðsson, forstsjóri, Isafirði.
Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungavík.
Sæmundur ólafsson, kaupmaður, Bikludal.
ísfell h.f., Flateyri.
Fjórðungssamband Sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum
óskar öllu sjálfstæðisfólki á Vestfjörðum
gleðilegra jóia, heilla og farsældar á komandi ári.
ALMENNAR TRYGGINGAR H.F.
Austurstræti 10 - Reykjavík