Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 3

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 3
3 Alþingi afgreiddi: VÍÐTÆKA LÚGGJÖF» SVIDI sjAvarUtvegsmála Löggjöf um fiskveiðilnndhelgi Islonds, Fiskveiðusjóðs, stjórnun fiskveiðn og sjóðukerfið murkn nkveðnn og skynsumlegu stefnu Á nýafstöðnu þingi voru samþykkt ýmis mikil- væg lög, sum sem varða vestfirðinga sérstaklega eins og t.d. lögin um Orkubú Vestfjarða, en 1 þessu spjalli mun ég eingöngu ræða aðgerðir löggjafans í sambandi við sjávarútvegsmál, svo og gerðir sjávarútvegsráðuneytisins á sama tíma. Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, er mikilvæg- asti þátturinn í þjóðarbúskapnum undirstaða þess lífs, er við lifum í þessu landi, aflgjafi þeirra hluta sem gera skal. Hlut vestfirðinga í þessum atvinnuvegi þarf ekki að ræða á þessum vettvangi við þekkjum hann öll. 200 MÍLNA FISKVEIÐI- LANDHELGI. Eins og al|þjóð er kumnugt var gafin út reglugerð um 200 míLna filskveiðilandhelgi hLnn 15. júlí 1975 og gildis- takan ákveðin þrem mánuðum síðar eða 15. október s.l., þetta tel ég mikilvægustu aðgerð í málefnum sjávar- útvegsinis á s.l. ári. Reglu- gerðin var sett samkvæmt landgrunnslögunum frá 1948, en á þeitm llögum hefur stækk- un landhelginnar alltaf byiggst. Þar með stigum við tokaskrafið í baráttu ckkar fyrir 200 mílna efnahagslög- sögu íslands. Baráttunni var ekki þar með lokíð, vegna þess að margar þjóðir vé- fengdu rétt ckkar tii ei.nihiiða útfærslu, cig þess vegna höf- um við orðið að heyja stríð á tveimur vígstöðvum á mið- unum við strendur landsLns og á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, en nú hilldr undir siigur í þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar — sig- ur á þessu ári. SJÓÐAKERFIÐ Á s.il. ári fóru fram miklar umræður um ..sjóðakerfið” svanefhda, og það gagnrýnt harkalega, bæði af sjómönn- um og útvegsmönnum enda bót.t al'lir sjóðiir siávarútvegs- inw bafi í orði hevrt undir sjóðakerfisihugtakið, þá voru það fvrst og framst Olíusióð- urinn og Tryggingasjóður fiskiskipa, sem dllu hinni megnu óánægju sjómanna og útvegsmamna, enda runnu 73,4%, af heildartekjum sjóð- anna til þessara tveggja sjóða. Olíusjóðurinn var myndaður til að mæta gífur- legum veröhækkunum á oliu síðla árs 1973 og óx hann með hröðum skrefum vegna áframhaldandi verðhækkana, uns hann var lagður niður. Tryggingasjóður fiskis'kipa var hinsvegar stofnaður árið 1961 og starfar áfram, en velta hans minnkar um meira en hehnimg. Tekjur þessara sjóða byggð- ust að mestu á útflutnings- gjöldum af sjávarafurðum, en það þýddi að þeir sem öfl- uðu mest greiddu mest til þeirra, til að einfalda dæmið má hinsvegar segja að þeir, sem sýndu minnsta hagsýni í rekstri nutu þessara sjóða hvað mest, þar eð greiðslur úr þeim byggðust á eyðslu. Með þessari tilhögun, sem ég hefi lýst hér í fáum orðum og mjög stórum dráttum, fór fram veruieg tilfærsla á fjár- munum mili einistaklinga og fyrirtækja í útgerð, milli skipaflokka og veiðigreina, og hefði verið óhjákvæmilegt að breyta greiðslureglunum, ef al'lsherjar endurskoðun á sjóðakerfinu hefði ekki farið fram með þeim hætti, sem raun vorð á. Þá voru út- flutningsgjöldin misjöfin eftir afurðum, þannig að milli vinnslugreina fór fram veru- leg tilfærsla fjármagns. Talið er að allt hafi þetta orðið til að beina útgerð og vinnslu inn á aðrar brautir en þær, sem hagkvæmastar voru fyrir þjóðfélagsheild- ina. Ríkisstjórn og Alþingi gátu ekki með einhliða að- gerðum breytt þessu kerfi, þar eð þær breytingar hefðu haft bein áhrif á kjarasamn- inga milh sjómanna og út- vegsmanna. Við gerð samninga um kaup og kjör sjómanna á bátaflotanum í marz 1975 óskuðu samninganefndir Sjó- mannasambands íslands og Landssambands ísl. útvegs- manna í bréfi hinn 8. apríl að ríkisstjórnin hlutaðist til um endurskoðun sjóðakerfis- ins undir forystu Þjóðhags- stofnunarinnar, og báru fram tillögu um tilhögun nefndar- skipunar í því sambandi. Samkvæmt henni átti nefndin einungis að vera sldpuð full- trúum hagsmunasamtaka sjó- manna og útvegsmanna auk hagrannsóknarstjóra. Ég fagnaði þessum tilmæl- um og var nefndin skipuð í samræmi við óskir viðkom- andi. Nefndin vann mikið starf og gott, og skilaði ítarlegu áliti og tillögum með bréfi dags. 19. janúar s.l. Sam- komulag tókst í nefndinni um tillögur um breytingar á gildandi lögum. Algjör forsenda þessara að- gerða og lagabreytinga var fuilt samkomulag yrði milli sjómannasamtakanna og út- vegsmanna um fiskverð og að samningar tækjust á þessum breytta grundvelli í samræmi við ábendingar tillögunefndar innar, svo og um breytmgar á ákvæðum þeirra samninga, sem ekki voru lausir frá s.l., áramótum, en fulltrúar um- ræddra hagsmunaaðila höfðu undirritað slíka yfirlýsingu. ÝMIS LÖG UM FISKVEIÐAMÁL. Til fróðleiks vill ég geta þess að frá 1. september 1974 hafa verið samþykkt á al- þingi 17 lög, en mörg þeirra eru sett tii þess að auka stjórnun fiskveiðanna. Lög nr. 12 frá 25 apríl 1975 um sam- ræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sér- stökum leyfum, voru sett til að ráðuneytið geti haft virka stjórn á vinnslu og veiðum rækju og skelfisks. Nýlega var samþykkt frumvarp til laga um upptöku ólöglegs sjávarafla, en nauðsynlegt var að setja þau lög, til þess að unnt verði að fylgja eftir ýmsum reglugerðarákvæðum um veiðitakmarkanir. LÖG UM VEIÐAR í FISKVEIÐILANDHELGI ÍSLANDS Samþykkt hafa verið ný lög Fralmhald á 14. síðu. Matthíais Bjarnason, sjávarútvegsráðnerra.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.