Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 4
254
BÚNAÐARRIT
sýslu og Rangárvallasýslu nema undir Vestur-Eyjafjöll-
um og í FljótshlíS, þar sem Jóhannes Eiríksson var
dómari, en liann dæmdi einnig kýr í hreppunum í neðan-
verðri Árnessýslu, Grímsnesi og Biskupstungum, nema
hvað Hjalti Gestsson dæmdi í nokkrum hluta Biskups-
tungna og í Villingaholtslireppi. Þeir Ólafur og Jóhannes
skiptu með sér dómarastörfum í Hraungerðishreppi, á
Skeiðum og í Hreppunum báðum. 1 ICjalarnesþingi var
Ólafur E. Stefánsson aðaldómari, en þar voru sýningar
haldnar 13. og 27. júlí og 3. ágúst. Jóliannes Eiríksson
var aðaldómari í Borgarfjarðarsýslu, þar sem sýningar
voru haldnar 15.—18. ágúst, og var Bjarni Arason til
aðstoðar við dómstörf, og liafði liann einnig tekið þátt
í undirbúningi sýninga þar.
Nýmæli í sýningarhaldi
Þetta var í fyrsta sinn, sem nautgripasýningar á Suður-
landssvæði voru framkvæmdar í samræmi við liin nýju
búfjárræktarlög frá 1965, og í rauninni komu hin breyttu
ákvæði laganna um sýningarhald ekki fyllilega til
framkvæmda fyrr. Hafði forskoðun farið fram áður á
kiim allra þeirra bænda, sem starfa í nautgriparæktar-
félögum á starfssvæði Búnaðarsambands Suðurlands, og
framkvæmdu hana ráðunautar sambandsins og Jóhannes
Eiríksson. Forskoðun í Borgarfjarðarsýslu annaðist
Bjarni Arason, héraðsráðunautur.
Undanfarnar 4 sýningarumferðir um landið, þ. e. síð-
ustu 16 árin, hefur fjöldi sýndra gripa verið svo mikill,
að ókleift liefur verið vegna skorts á aðstöðu og tíma að
hafa sýningu aðeins á einum stað í hverju félagi. Hefur
því ekki verið sá sýningarblær yfir þessari nautgripa-
skoðun, sem æskilegt er, nema á takmörkuðum svæðum,
þar sem kýr eru fáar. I stóru félögunum hafa bændur
því sjaldan átt þess kost að sjá úrvalið úr kxinum á
einum stað eða fáum. Úr þessu hefur nú verið bætt, en