Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 8
258
BUNAÐARRIT
er 80 eða liærri, sem þýðir, að 80% eða meir af inál-
nytinni mjólkast á fyrstu 3 mínútunum, má telja, að
mjaltaeiginleikamir séu góðir eða ágætir. Ef lilutfalls-
talan er liins vegar 60 eða lægri, þá má telja, að mjöltun
sé erfið eða mjög slæm. Mjólkurmagnið, er mjólkast á
fyrstu mínútu, er einnig gott mat á mjaltaeiginleikum.
Fer sainan, að kýr, sem em góðar í mjöltun, selja mjólk-
ina vel strax í byrjun mjalta. Kýr, sem mjólka 2,0 kg
af mjólk á fyrstu mínútunni, eru mjög góðar í mjöltun
og selja vel. Mjólki þær liins vegar 1.0 kg eða minna á
fyrstu mínútunni, þá selja þær illa og eru þungar í
mjöltun.
Við mjaltaliæfnismælingar skiptir mjög miklu máli,
að mjaltamaðurinn kunni til verka. Er lögð áherzla á,
að hann kunni að mjólka með vélum og hafi góða þekk-
ingu á mjaltastarfinu, að alltaf sé viðliöfð sama mjalta-
aðferðin og liann þekki til lilítar liverja einstaka kú og
öll hennar einkenni, duttlunga og skapgerð.
Þátttaka í sýningunum og úrslit dóma
Þar sem val á sýningarnar var með öðrum liætti en að
undanförnu, eru tölur um fjölda sýndra kúa ekki sam-
bærilegar niðurstöðum frá fyrri sýningum. Sama gildir
um fjölda kúa, sem hlutu II., III. eða engin verðlaun.
Hins vegar er veiting I. verðlauna að miklu leyti sam-
bærileg niðurstöðum síðustu sýninga að öðru leyti en
því, að kröfur til afurða eru nokkru hærri en áður.
Alls voru sýndar 1273 kýr á svæðinu, sjá töflu I.
Hlutu 712 I. verðlaun (894 árið 1963), 381 II., 144 III.
og 36 engin, og voru flestar í síðasta liópnum kvígur að
1. kálfi, er eingöngu voru sýndar sem afkvæmi ákveð-
inna nauta. Flestar kýr voru sýndar í Hraungerðishreppi
eða 155, þar með taldar sýndar kvígur í afkvæmarann-
sókn, í Hrunamannalireppi 138 og Skeiðahreppi 106.
Voru I. verðlauna kýr einnig flestar í sömu sveitum, þ. e.