Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 10
260
BUNABARRIT
95 í Hrunamannahreppi, 84 í Hraungerðishreppi og 74
á Skeiðum. Sýnduni nautum fækkar emi og voru nú 44
aðeins á móti 64 á næstu sýningum áður. Hlutu 10 þeirra
I. verðlaun (5 árið 1963), 32 II. og 2 engin. Af nautun-
um voru 27 í eigu Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum,
og hlutu 9 þeirra I. og liin II. verðlaun. Búfjárræktar-
stöð Vesturlands á Hvanneyri sýndi 14 naut. Eitt lilaut
I. verðlaun, 12 II. og 1 engin. Hin 3 nautin voru í einka-
eign. Sýnendur nautgripa voru 287 á öllu svæðinu.
Það kom greinilega í ljós við framkvæmd sýninganna,
að þátttaka byggðist á því, hvernig staðið liafði verið að
forskoðun og öðruni undirbúningi í liverju félagi eða
héraði. Fer það mjög eftir því, hvernig héraðsráðunaut-
arnir vinna, hver þátttaka verður og gagnsemi af sýn-
ingarlialdinu. Þar, sem vel tókst til, og svo var víðast
hvar, mun flestum hafa fundizt, að farið liafi verið inn
á rétta braut. Við forskoðun gefst ráðunaut og bændum
tækifæri til að spjalla um kúabúskapinn á hverjum stað.
Litur, önnur einkenni og brjóstummál
I töflu II er sýnt, hvemig litur kúnna, önnur einkenni
og hrjóstummál var í liverju félagi. Af kúnum vom
47,4% rauðar og rauðskjöldóttar, 24,4% bröndóttar og
brandskjöldóttar, 15,8% kolóttar og kolskjöldóttar, 10,0%
svartar og svartskjöldóttar, 2,2% gráar og gráskjöldóttar
og 0,2% grönóttar. Ekki er mikil breyting á liundraðs-
hluta í hverjum litarflokki frá næstu sýningum áður. Af
sýndum nautum vom 38,6% rauð og rauðskjöldótt, 36,4%
bröndótt og brandskjöldótt, 16,0% kolótt og kolskjöld-
ótt, 4,6% svartskjöldótt, 2,2% grásíðótt og 2,2% rauð-
grönótt. Einlit vora 52,3%.
Hymdar kýr vom hlutfallslega aðeins færri en áður
eða 5,9%, hníflóttar 15,0% og 79,1% alkollóttar. Þótt
þessar tölur séu ekki fyllilega sambærilegar, þá benda
þær til þess, að beztu kýmar og nautin, sem notuð hafa