Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 21
NAUTGRIPASÝNIN GAR
271
Af þessum 42 nautum liöfðu 15 veriö sýnd áður og
hlotið viðurkenningu, þar af 14 árið 1963 og 1 árið 1966.
Tvö þeirra höfðu einnig verið sýnd árið 1959 og 5 á af-
kvæmasýningum árið 1965.
Fyrstu verðlauna naut
Eins og áður er getið, hlutu 10 naut I. verðlaun að þessu
sinni, þar af 9 á Kynbótastöðinni í Laugardælum og 1 á
Búfjárræktarstöð Yesturlands á Hvanneyri. Höfðu 5
þeirra lilotið þessa viðurkenningu áður. Það er óvenju-
legt, að allt að 4. hvert sýnt naut liljóti svo liáa viður-
kenningu. Þótt það lilutfall hækki, þegar nautahaldið
færist yfir til nautastöðva, bera þessar niðurstöður með
sér, að nautavalið hefur tekizt ágætlega á Suðurlandi að
undanförnu. Fyrstu verðlauna nautin eru tiltölulega ung,
og því verður hægt að nota flest þeirra í nokkur ár enn
eða livert þeirra eins mikið og æskilegt þykir. Fyrstu
verðlauna nautanna verður nú getið liér á eftir, og er
vísað til þess eftir því, sem við á, hvar umsögn um dæt-
ur þeirra hefur áður birzt í Búnaðarriti.
7. SuSurland
1. Grani S259, sjá Búnaðarrit 1967, hls. 453—454, hefur
verið notaður á Kynhótastöðinni í Laugardælum allt
frá því, að hún tók til starfa í ársbyrjun 1958. Hann
var í afkvæmarannsókn árin 1961.—1963 og hlaut I.
verðlauna viðurkenningu á sýningu 1963. Dætur Grana
hafa reynzt góðar afurðakýr, þar sem uppeldi og fóðr-
un er í lagi, en sennilega þurfa margar þeirra tiltölu-
lega mikið kjamfóður vegna þess, að þær eru fremur
grannbyggðar. Á sýningunum nú hlutu 12 þeirra I. verð-
laun. Grani var felldur skömmu eftir sýningu, og höfðu
þá alls fengið við honum 5811 kýr við sæðingu.
2. Börkur S280, sjá Búnaðarrit 1967, bls. 560—561,
hafði lilotið I. verðlauna viðurkenningu árið 1965 á af-