Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 23
NAUTGRI PASYNINGAR
273
gerðar, góðar mjólkurkýr, en þykja nokkuð kaldlyndar
og mjöltun sumra ekki í bezta lagi. Hlutu 3 þeirra I.
verðlaun að þessu sinni. Ivolskeggur er glæsilegt naut
að byggingu og býr yfir mikilli kynfestu. Hann liefur
verið á Kynbótastöðinni í Laugardælum frá ársbyrjun
1960, og bafði í árslok 1966 fest fang við honum 4341
kýr. Tveir synir hans voru sýndir að þessu sinni, þeir
Flekkur S317 og Lurkur S322.
4. Kyndill S294, sjá Búnaðarrit 1967, bls. 565, var í
afkvæmarannsókn í Laugardælum 1965—1967. Á af-
kvæmasýningu árið 1965 hlaut liann biðdóm varðandi
I. verðlauna viðurkenningu vegna ónógrar reynslu. Að
þessu sinni voru sýndar 12 dætur Kyndils víðs vegar
um liéraðið. Eru þær fínbyggðar, réttvaxnar, en sumar
smáar. Þær, sem í afkvæmarannsókn liöfðu verið að 2.
kálfi, mjólkuðu að meðaltali 3379 kg með 4,18% mjólk-
urfitu, sem svarar til 14137 fe. Þær mjólkuðu einnig
ágætlega að 1. kálfi, og liafa dætur Kyndils verið ein-
bver afurðahæsti hópurinn í afkvæmarannsóknum í
Laugardælum til þessa. Dætur lians á búum bænda liafa
einnig reynzt vel. Hlutu 3 I. verðlaun, 3 II. og 6 III.
verðlaun á sýningunum, og er auðsætt, að bann býr yfir
sterkum eiginleikum til afurða. Hlaut bann I. verðlauna
viðurkenningu. Hann befur verið á Kynbótastöðinni í
Laugardælum frá 1. desember 1961. Einn sonur lians
var sýndur og lilaut II. verðlaun. Var það Klafi S321
frá Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi.
5. Kolskjöldur S300, sjá Búnaðarrit 1967, bls. 566—
567, var í afkvæmarannsókn árin 1965—1966 í Laugar-
dælum, en á afkvæmasýningu liaustið 1965 blaut hann
I. verðlaun, tæplega 5 ára, og er það óvenjulegt. Var
bvorl tveggja, að dætur lians voru vel byggðar og afurða-
miklar, þótt ungar væru. Að 2. kálfi bættu þær, sein í
afkvæmarannsókninni voru, við sig aðeins 800 fe og
mjólkuðu að meðaltali 2988 kg með 4,26% mjólkurfitu,
þ. e. 12730 fe. Eru þetta þó ágætar afurðir. Dætur lians
18