Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 27
NAUTGRIPASÝNINGAR
277
djúpur. Júgur eru fremur vel löguð, spenar yfirleitt
hæfilega stórir, en of stutt milli þeirra á einstaka kii.
Þetta eru grófbyggðar, en sterklegar kvígur. Hlutu þær
að meðaltali 77,3 stig fyrir byggingu og liöfðu 171,9 cm
brjóstummál að meðaltali.
Við mjaltabæfnismælingu mjólkuðust dætur Heimis
S308 að með'altali á 4,2 mínútum. Þær mjólkuðu 78,6%
af málnytinni á fyrstu 3 mínútunum, en þær voru í 9,9
kg dagsnyt, er mælingin var gerð. Meðal mjólkurrennsli
á mínútu var 1,19 kg, en á fyrstu mínútu nam það að
meðaltali 1,2 kg og bækkaði í 1,6 kg á annarri mínút-
unni. Telja verður dætur Heimis góðar í mjöltun, en
af 8 dætrum lians í afkvæmarannsókn mjólkuðust 3 á
3—4 mínútum, 3 á 4—5 mínútum, 1 á 5—6 mínútum
og 1 á 6—7 mínútum. Af þessu sézt, að flestar dætra
lians mjólkast á 3—5 mínútum.
Kvígurnar í afkvæmarannsókninni böfðu á þeim tíma,
sem tilgreindur er Iiér að framan, mjólkað aö meðaltali
2700 kg með 4,50% mjólkurfitu, þ. e. 12150 fe. Hinar
tvær höfðu einnig mjólkað ágætlega, þótt skemmri tími
væri liðinn frá burði. Að meðaltali höfðu þessar kvígur
komizt í 13,7 kg dagsnyt að fyrsta kálfi. Ekki leikur
vafi á því, að dætur Heimis eru getumiklar mjólkurkýr
með liáa og jafna mjólkurfitu og þreklega byggingu.
Hlutu 3 þeirra II. og 6 III. verðlaun, þótt ungar væru.
Þótti ekki áliorfsmál að veita Heimi I. verðlaun. Þessi
Sómasonur er sammæðra Kyndli S294, sem getið er liér
að framan. Heimir var tekinn í notkun á Kynbótastöð-
inni í Laugardælum 1. júlí 1963.
9. Húfur S309, sonur Sóma S119 og Bjarkar 10, Borg-
arkoti á Skeiðum. Sýndar voru í Laugardælum 7 dætur
Húfs, er voru langt komnar að mjólka að 1. kálfi. Auk
þeirra voru sýndar 3 dætur bans á öðrum sýningum, er
mjólkað liöfðu jafnlengi. Af þessum 10 systrum voru
4 rauðar og rauðskjöldóttar, 5 bröndóttar og brandskjöld-
óttar og ein grálmppótt. Fimm voru búfóttar. Húfur