Búnaðarrit - 01.06.1969, Qupperneq 31
NAUTGRIPASÝNINGAR
281
mjög liátt, enda voru þœr afar jafnar að byggingu, sem
sýnir kynfestu. Meðalbrjóstummál var 173,1 cin. Kvíg-
urnar í afkvæmarannsókninni liöfðu á 43 vikum mjólkað
að meðaltali 2017 kg með 4,25% mjólkurfitu eða 8572
fe, en að hinum meðtöldum 11 í 43 vikur og 1 í 34 vikur
2492 kg með 4,12% mjólkurfitu eða 10267 fe. Höfðu
þær að meðaltali komizt í 12,8 kg liæsta dagsnyt að 1.
kálfi og 9 í 16,8 kg að 2. kálfi. Hlutu 2 dætur Gyllis II.
og 7 III. verölaun. Afurðir þessa systrahóps að 1. kálfi,
einkum þeirra, er í afkvæmarannsókn voru, þóttu ekki
nógu miklar til þess, að Gyllir hlyti I. verðlaun að þessu
sinni, og var því ákveðið að bíða lengri reynslu á dætr-
um hans. Að honum standa þó ágætir kynbótagripir,
þótt liann sé blandaður ólíkum stofnum, en móðurfaðir
lians, Austri S57 í Hraungerðislireppi, var af Mýrdals-
stofni. Gyllir var tekinn í notkun á Ivynbótastöðinni í
Laugardælum 1. (lesember 1962.
3. Geisli S307, sonur Holta S181 og Hörpu 12, Eystra-
Geldingaholti í Gnúpverjalireppi. I Laugardælum voru
sýndar 7 dætur Geisla í afkvæmarannsókn, en 3 annars
staðar. Af þeim vorn 9 rauðar og rauðskjöldóttar og 1
hröndótt. Fjórar vorn hyrndar, 1 lmíflótt, en liinar 5
alkollóttar. Sjálfur er Geisli liníflóttur. Dætur hans liafa
sterka yfirlínu. IJtlögur eru í meðallagi eða góðar, hol-
dýpt misjöfn. Malir eru jafnar. Þessar systur eru rélt-
vaxnar, margar ineð of langa spena. Að meðaltali höfðu
þær 176,6 cm brjóstummál og hlutu 75,6 stig fyrir bygg-
ingu.
Niðurstöður mjaltahæfnismælinga sýndu, að meðal-
mjaltatími dætra Geisla S307 var 4,7 mínútur. Mjólkur-
magnið, er mjólkaðist á fyrstu 3 mínútunum var 74,2%,
og voru þær í 11,6 kg dagsnyt að meðaltali, er mælingin
var gerð. Meðal mjólkurrennslið á mínútu var 1,22 kg
mjólk, 1,2 kg á fyrstu mínútunni, en liækkaði í 1,7 kg
á annarri mínútu. Af niðurstöðunum verður að álíta
dætur Geisla sæmilegar í mjöltun, en af 8 dætrum hans