Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 32
282
BÚNAÐAltUIT
mjólkuðust 2 á 3—4 mínútum, 4 á 4—5 mínútum, 1 á
5—6 mínútum og 1 á 7—8 mínútum.
Þegar sýningin í Laugardælum var haldin, höfðu
kvígurnar í afkvæmarannsókninni að meðaltali mjólkað
í 40 vikur að 1. kálfi, og voru afurðirnar 2560 kg mjólk
með 4,62% mjólkurfitu, þ. e. 11827 fe, og var meðaltalið
heldur lægra, þegar það var tekið af öllum 10 sýndum
dætrum hans. Hlutu 2 II. og 4 III. verðlaun. Sýnilegt
er, að Geisli býr yfir eiginleikum til hárrar mjólkurfilu,
og hafa flestar dætur hans einnig verið nytháar. Þar
sem ekki voru sýndar fleiri dætur hans en raun varð á
og óvíst enn, hve kynhreinn hann er til mjólkurafkasta,
var frestað að taka ákvörðun um frekari viðurkenningu
á lionum. Þá er það ókostur, hve margar dætur hans
eru hyrndar. Geisli var tekinn í notkun á Kynbótastöð-
inni í Laugardælum 1. júlí 1963. Samfeðra er Geisli
Grana S259, elzta sýnda nautinu, sem ldaut I. verðlaun,
svo sem að framan greinir.
Heiðursverðlaima kýr
Veita má einstökum kúm heiðursverðlaun, ef afkvæmi
þeirra sýna, að þær hafi verulegt kynbótagildi. Við upp-
haf nýrrar sýningarumferðar um landið nú, varhert á skil-
yrðum fyrir veitingu þessarar viðurkenningar. Eins og áð-
ur ber að sýna fæst 4 afkvæmi með hverri kú, sem til
greina kemur að hljóta heiðursverðlaun. Nú þurfa 3 af-
kvæmi að hljóta I. verölaun og hið 4. II. verðlaun eða III.,
ef um kú er að ræða. Áður voru í gildi þau lágmarks-
ákvæði fyrir veitingunni, að tvö afkvæmi hlytu I. verðl. og
önnur tvö II. verðlaun. Þar sem naut undan viðurkeimd-
um foreldrum geta hlotið II. verðlaun, ef bygging þeirra
er í lagi, þá stóðu þær kýr áður betur að vígi en nú að
ldjóta heiðursverðlaun, sem eitt eða fleiri naut höfðu
verið sett á undan. Þá þarf kýrin sjálf að hafa lilotið