Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 35
NAUTGRIPASÝNINGAR 285
Huppuhornið, svo sem nánar verður getið í kaflanum
um niðurstöður sýninga í hverju félagi fyrir sig.
Afurðaskýrslur vantar yfir Brandrós að 1. kálfi, en
þær hefjast í ársbyrjun 1959. Hún liafði veikzt sýningar-
árið og var felld fyrir árslok. Eru afurðaskýrslur til
yfir liana í 8,9 ár, og voru meðalafurðir hennar 4781 kg
með 4,06% mjólkurfitu, þ. e. 19411 fe yfir það tímabil.
Með Brandrós voru sýndar 3 dætur hennar í Sóllieim-
um, er lilutu allar I. verðlaun, og ein á Þverspyrnu, er
var veitt II. verðlauna viðurkenning. Faðerni þessara
dætra Brandrósar, meðalafurðir og dómsniðurstöður er
birt í eftirfarandi töflu:
Nafn.............. Rós 15 Blesa 50 Þyrnirós 29 Rauðskinna 39
Fædd ............. 13. des ’58 25. des. ’59 13. nóv. ’61 6. nóv. ’63
Faðir ............ Kóngur Kóngur Máni, Sólli. Máni, Sólh.
Skýrsluár ........ 6.1 5.0 2.9 1.2
Mjólk, kg ................ 4221 3541 4008 4102
Mjólkurfita, % ... 4.05 3.96 4.89 4.25
Fitueiningar...... 17095 14022 19599 17434
Verðlaun ......... I. ’67 II. ’67 II. ’67 I. ’67
Stig fyrir byggingu 81.0 76.0 80.0 77.5
Brjóstummál, cm .. 174 168 166 166
Þegar sýningin var haldin, var 2. mjólkurskeið Rauð-
skinnu 39 meir en hálfnað, og styrkti það ákvörðun um
I. verðlauna viðurkenningu. Meðalafurðir hennar í 2,2 ár
við árslok 1967 voru 4088 kg mjólk með 4,50% mjólkur-
fitu eða 18396 fe.
Hinna kúnna, sem bent var á, verður getið í umsögn
um einstakar sýningar.
Fyrstu verðlauna kýrnar
Hinum 712 kúm, sem I. verðlaun lilutu, hefur eins og
að undanförnu verið raðað í 4 gráður innbyrðis eftir af-
urðum, byggingu og ætterni. Hefur Jóhannes Eiríksson