Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 36
286
BÚNAÐAR RIT
gert það með þeirri undantekningu, að Ólafur E. Stefáns-
son flokkaði I. verðlauna kýmar í þeim félögum, sem
liann dæmdi kýr í á starfssvæði Nsb. Rang.- og V.-Skaft.,
þó ekki í Djúpárhreppi. Hlutu 74 kýr I. verðlaun af 1.
gr. eða 10,4% af I. verðlauna kúnum, 130 af 2. gr., 298
af 3. gr. og 210 af 4. gráðu. Era kýr með 1. gráðu viður-
kenningu fleiri en áður, en þær mega teljast valdar
nautsmæður. Kýr af 2. og 3. gráðu eru færri en áður, en
4. gráðu kúm hefur fjölgað lilutfallslega. Er það væntan-
lega vegna þess, að tiltölulega margar ungar kýr lilutu
þá viðurkenningu nii. Fyrstu gráðu kýrnar voru 50 úr
Árnessýslu, 20 úr Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu, 1
úr Kjalarnesþingi og 3 úr Borgarfjarðarsýslu. Flestar
voru á Skeiðum, þ. e. 12, en næstflestar í Hraungerðis-
lireppi 9 og 8 í Hrunamannahreppi. Skrá yfir I. verð-
launa kýrnar, foreldra þeirra, stig fyrir byggingu og af-
urðir síðustu 4 ár fyrir sýningu, er birt í töflu IV.
Feður I. verðlauna kúnna eru að sjálfsögðu margir, en
28 naut áttu 5 eða fleiri dætur í þeim hópi. Verða þau
nú talin:
Naut I. vl. dætur Naut I. vl. dætur
1. Bolli S46 52 15. Blettur S158 .... 7
2. Sóini S119 46 16. Börkur S280 ... 7
3. Galti S154 29 17. Dreyri S223 .... 7
4. Holti S181 18 18. Röðull S226 .... 7
5. Rauður S118 ... 17 19. Skrauti S256 .... 7
6. Rauður S174 ... 17 20. Goði S144 6
7. Bjarmi S227 .... 15 21. Rex S241 6
8. Kolur S228 .... 15 22. Stjarni S240 .... 6
9. Bleikur S247 ... 13 23. Fells-Rauður ... 5
10. Grani S259 .... 12 24. Glói S177 5
11. Tígull S42 12 25. Gosi S24 5
12. Selur S120 11 26. Huppur S214 5
13. Huppur S162 ... 8 27. Laufi S230 5
14. Latur S196 8 28. Þráinn S86 .... 5