Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 80
330
BÚNAÐARRIT
Niðurstöður sýninganna í hverju félagi
Hér á eftir verður skýrt frá helztu niðurstöðum sýning-
anna í liverju félagi. Má til hliðsjónar hafa samsvarandi
umsagnir í Búnaðarriti 1967 um sýningar 1963.
Nautgriparæktarsamband Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafellssýslu
Sýndar voru 332 kýr á sambandssvæðinu. Hlutu 197
þeirra I. verðlaun eða 59%, 111 II., 23 III. og ein engin
verðlaun. Hlutfallstölur era ekki sambærilegar við niður-
stöður fyrri sýninga, svo sem áður er getið, en I. verð-
launa kýrnar era 40 færri en á næstu sýningum áður,
þótt félögin tvö austan Mýrdalssands hafi bætzt í liópinn.
Félagsstarfsseminni hefur stórhrakað í sunmm félögun-
um, en er þó ágæt í þrem vestustu hreppunum.
Nf. Hörgslandshrepps. Valdar höfðu verið á sýninguna
14 kýr frá 9 eigendum, en á sýningu komu 11 kýr frá 7
búum. Hlutu 7 þeirra I. verðlaun og liinar 4 II. verð-
laun. Ekkert naut var sýnt. Hafði félagsnautið, Sómi
S310, sonur Stássu 16 í Sólheimakoti í Mýrdal og Galta
S154, verið fellt skömmu áður, þá fjögurra vetra. Þótt
ekki væru sýndar bornar kvígur undan þessu nauti, voru
nokkrar dætur þess á sýningarstaðnum Teygingalæk,
og bára af sér góðan þokka. Þetta félag er ungt, en kýrn-
ar hafa nokkurn svip Mýrdalsstofnsins vegna aðfluttra
kúa fyrr og síðar og voru furðu samstæður hópur og
gallalitlar. Era líkur til þess, að afurðir mundu aukast,
ef reynt væri að ná fullum afköstum með meiri kjarn-
fóðurgjöf. Mjólkurfita kúnna er há.
Nf. Kirkjubœjarhrepps. Á sýninguna höfðu verið
valdar 16 kýr frá 11 búum, en komið var með 12 kýr
frá 8 bæjum á sýninguna að Hátúnum. Hlutu 7 þeirra
I. verðlaun og hinar 5 II. verðlaun. Félagið, sem er til-
tölulega ungt, hefur aldrei haft sameiginlegt nautahald,