Búnaðarrit - 01.06.1969, Side 83
NAUTGRIPASÝNINGAR 333
á Merkurbæjunum, þar hefur nautgriparæktin verið
stunduð með góðum árangri.
Nf. Austur-Laundeyja. Til álita hafði komið að sýna
22 kýr frá 6 eigendum á sýningunni í Stóru-Hildisey, en
sýndar voru 12 frá 3 búum. Hlutu 3 þeirra I. verðlaun,
en liinar 9 II. verðlaun. Hin litla þátttaka veitir að sjálf-
sögðu ekki glöggt yfirlit yfir stofninn í félaginu, livað
þá lieldur í sveitinni. Meðal sýndra kúa voru þó nokkrar
dætur reyndra nauta á Kynbótastöðinni í Laugardælum,
og komu þær vel fyrir. Þess ber að geta, að í Austur-
Landeyjum liefur kynhótastarf verið unnið um alllangt
skeið, og margar góðar kýr verið á sumum hæjum. Sem
stendur virðist félagsstarfsemin vera í nokkrum ökludal,
og þarf að hregða skjótt við með að efla liana og skýrslu-
lialdið. Eins og víða annars staðar á sýningarsvæðinu
höfðu kýr mjólkað með minna móti árið áður, aðallega
vegna þess, hve seint voraði og háarbeit og grænfóðurgjöf
var lítil.
Nf. Vestur-Landeyja. Til álita hafði komið að sýna 39
kýr frá 10 búum, en alls voru sýndar 24 frá 5 búum.
Á tveimur kúabúum, þar sem valdar liöfðu verið 6
kýr til sýningar, liafði smitandi veiruskita komið upp
skömmu fyrir sýningu, og féll því niður að sýna gripi
þaðan. Að þessu sinni var sýnt á tveimur stöðum í
félaginu, Berjanesi og Akurey, og voru kúahóparnir
báðir álitlegir, þótt saknað væri sumra afurðamestu
kiinna vegna og lítillar þátttöku. Yfir helmingur kúnna,
sem voru sýndar, voru ungar dætur nauta á Kynbóta-
stöðinni í Laugardælum og flestar liinar undan þeim
félagsnautum, sem notuð voru áður en skipti við stöðina
liófust. Eftir ]>ví úrtaki af kúm að dæma, sem sýnt var,
er stofninn að fá á sig ræktunarlegri blæ en áður var,
og á það ekki livað sízt við yngstu kýrnar, sem eru
þroskamiklar og vel byggðar. Af sýndum kúm hlutu 5
I. verðlaun, 17 II. og 2 III. verðlaun.
Nf. Fljótshlíðarhrepps. Sýndar voru 20 kýr af sex eig-