Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 88
338
BUNAÐARRIT
sýningu áður hlutu I. verðlaun 10 fleiri kýr en nú. Mun-
ar þar mestu um tvö bú, sem ekki voru sýndar kýr frá
á þessari sýningu, en á öðru þeirra hefur skýrsluhald
á vegum félagsins fallið niður, vonandi þó aðeins um
stundarsakir. Með eflingu starfseminnar ætti þetta félag
að geta skipað góðan sess í nautgriparæktarstarfseminni
í Nautgriparæktarsambandi Rangárvalla- og V.-Skafta-
fellssýslu.
Nf. Djúpárlirepps. Valdar voru á sýningu 57 kýr. Af
þeim voru sýndar 46 auk þriggja annarra frá 9 eigend-
um. Hlutu 45 I. verðlaun, 3 II. og ein III. Hefur félagið
náð aftur upp mikilli afurðasemi kúnna, sem dregið
liafði úr, er næsta sýning áður var haldin. 1 Þykkvabæ
voru kýr um skeið illa vaxnar, en mjög hefur þetta
breytzt í seinni tíð, og eru þar nú margar glæsilegar
kýr bæði að byggingu og afurðasemi, og hlutu 4 I. verð-
laun af 1. gráðu. Meginhluti sýndu kúnna var undan
nautum Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum, enda lief-
ur félagið verið aðili að stöðinni frá stofnun hennar. Af
I. verðlauna kúnum voru 5 undan Bjarma S227, sem
notaður var í 3 ár í Bjóluhverfi, áður en liann var flutt-
ur að Laugardælum. Huppur S162, sem notaður var í
5 ár í félaginu, áður en hann var tekinn á stöðina, átti
4 I. verðlauna kýr, og jafnmargar voru undan hvorum
feðganna, þeim Bolla S46 og Sóma S119. Flestar I. verð-
launa kýr átti Einar Stefánsson, Bjólu, 9 talsins, 8 voru
frá félagsbúinu í Dísukoti, 6 frá Brekku, Norður-Nýjabæ
og Oddsparti og 4 frá Hala og Skarði.
Nautgriparæktarsamband Árnessýslu
Sýndar voru 733 kýr á sambandssvæðinu. Hlutu 456 I.
verðlaun eða 62,2%, 176 II., 82 III. og 19 engin. 1 Árnes-
sýslu er starfsemi nautgriparæktarfélaganna jafnbezt á
sýningarsvæðinu og fleiri kýr á skýrslum en annars stað-
ar. Eigi að síður fækkaði tölu I. verðlauna kúa um 82