Búnaðarrit - 01.06.1969, Qupperneq 89
NAUTGRIPASÝNINGAR
339
frá sýningunum 1963. Sýnir þetta, að hin nýju ákvæði
um veitingu þeirrar viðurkenningar máttu ekki vera
strangari til þess, að liún hefði samsvarandi gildi í rækt-
unarstarfinu og áður. Vegna meiri fjölda kvígna, sem
sýndar voru þar en annars staðar vegna afkvæmadóma,
verða fleiri kýr í lægri viðurkenningarflokkum en ella.
Nf. Villingaholtshrepps. Sýningin var vel undirbúin
og vel sótt og fór fram í Kolsholti. Sýndu níu félags-
menn af tíu 36 kýr, og lilutu 28 I. verðlaun, þar af 2 af
1. gráðu, þær Búkolla 27, Sigurðar í Kolsholti, og Tinna
80, Mjósyndi. Flestar I. verðlauna kýrnar sýndi Sigurður
í Kolsliolti 8 alls. Vöktu einna mesta atliygli Búkolla 27,
er hlaut 85,0 stig fyrir byggingu, og ung dóttir hennar
og Neista S306. Einnig lilaut Rósalind 26 verðskuldaða
athygli. Frá Heiðarbæ voru sýndar 5 I. verðlauna kýr og
4 frá Mjósyndi, en af þeim vöktu mikla atliygli tvær kýr,
Grön 78 og Tinna 80, háðar dætur Dreyra S223, vel gerð-
ar kýr og virkjamiklar. Flestar sýndar dætur átti Bolli
S46 og sonur hans, Sómi S119, 5 hvor. Hlutu 4 I. verð-
laun og ein II. verðlaun úr livorum liópnum fyrir sig.
Nautgriparæktin liefur tekið áberandi framförum í félag-
inu, enda eru félagsmenn áhugasamir um ræktunina.
Nf. Gaulverjabœjarhrepps. Sýningar voru lialdnar á
tveimur stöðum í sveitinni, að Fljótshólum og Syðri-
Gegnisliólum, og sýndu 13 eigendur af 14 í félaginu 53
kýr. Hlutu 34 I. verðlaun og þar af 5 af 1. gráðu. Flestar
I. verðlauna kýr sýndi Guðrún í Efri-Gegnisliólum eða
8, Jón og Tómas í Fljótshólum 6 og Þórður og Gunnar
í Hólslnisum 4. Flestar sýndar dætur áttu Þráinn S86,
5 samtals, er allar hlutu I. verðlaun, Jökull S56 5, og
hlutu 4 I. verðlaun, og Sómi S119 4, og hlutu 3 I. verð-
laun. Þráinsdætur eru mjög vel gerðar kýr með breiðar,
jafnar og sterkar malir. Skrauta 92, Vorsabæ, vakti mesta
athygli á sýningunni, en hún hlaut 86,0 stig fyrir bygg-
ingu og jafnframt hæstu stigatölu, sem veitt var á sýn-
ingunum. Önnur kýr lilaut jafnháan útlitsdóm. Skrauta