Búnaðarrit - 01.06.1969, Side 96
346
BUNAÐARRIT
5 frá Ágúst Eiríkssyni, Löngumýri og Norðurgarði og
4 frá Reykjum og Guðjóni Vigfússyni, Húsatóftum. Kyn-
bótastarf hefur löngum staðið föstum fótum á Skeiðum
og ræktuð naut notuð lengi áður en skipti liófust við
Kynbótastöðina í Laugardælum. Ber faðerni I. verðlauna
kúnna þessu vitni, en þessi naut áttu flestar kýr í þeim
hópi: Bolli S46 8, Rauður S174 og Skrauti S256 7,
Sómi S119 6 og Gosi S24 og Latur S196 5 hvor. Mun
félagið áfrarn sem liingað til koma mikið við sögu naut-
griparæktar á Suðurlandi.
Nf. Gnúpverja. Sýningin fór fram að Hæli og Ásum,
og voru sýnendur 23. Valdar böfðu verið 78 kýr til sýn-
ingar. Af þeim komu ekki þrjár vegna samgönguerfið-
leika, en aðrar tvær voru sýndar aukalega. Hlutu 45
kýr I. verðlauna viðurkenningu á inóti 76 fjórum árum
áður. Má segja, að félagið bafi verið í nokkurri lægð
miðað við fyrri afrek, en þó er það með stærstu félög-
unum á öllu sýningarsvæðinu. Af I. verðlauna kúnum
voru 5 frá Austurlilíð og Ásum og 4 frá Minni-Mástung-
um og Lýð Pálssyni, Hlíð. Meðal I. verðlauna ki'inna
voru nokkrar löngu kunnar úrvalskýr, en alls hlutu 5
þeirra I. verðlaun af 1. gráðu. Efst þeirra var Tungla
58 í Austurlilíð, fagur kostagripur undan Bolla S46 og
ICrossu 27. Hlaut hún 831/? stig fyrir byggingu. Systir
bennar að móður til blaut sömu einkunn, og var dóttir
hennar einnig falleg. Félagið veitti að þessu sinni lieið-
ursverðlaun að uppbæð kr. 1.000,00 fyrir álitlegustu
kúna, og lilaut Tungla þessa viðurkenningu, þótt aðrar
kýr kæmu einnig til álita. Hafði hún í árslok 1966 mjólk-
að að meðaltali í 4,6 ár 5536 kg með 3,97% mjólkur-
fitu, er svarar til 20978 fe.
Hinar sýndu kýr voru yfirleitt vel byggðar, rýmis-
miklar, með góða afturbyggingu og júgur, þótt enn séu
nokkrar með of stóra spena. Ungu kýrnar eru undan
nautum Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum og eru
margar fallegar, en kúahópurinn í heild álitlegur. Þessi