Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 100
350
BUNAÐARRIT
var sýnd, var Hjálma 43 í Bræðratungu, er hlaut 84,5
stig fyrir byggingu, einnig dóttir liennar og Skjalda S217,
ögn 54, er lilaut 83,0 stig fyrir byggingu. Báðar þessar
kýr eru mjög vel gerðar. Hjálma 43 er ættuð í föðurætt-
ina frá Eskihlíð í Reykjavík. Hún er mjög fríður gripur,
rýmismikill, með sterka afturbyggingu og vel uppborið
og sterkt júgur. Þegar sýningin var lialdin, var Hjálma
12 vetra, en ekkert farin að gefa sig á júgur. I árslok
1967 hafði liún mjólkað í 9,0 ár að meðaltali 3996 kg
mjólk með 4,39% feiti eða 17542 fitueiningar. Ögn 54
er jafnmjólka og fögur kýr með frábæra júgurbyggingu.
Hún var húin að vera 6,7 ár á skýrslum í árslok 1967
og hafði þá mjólkað að meðaltali 4301 kg mjólk með
4,12% feiti eða 17720 fitueiningar. Dóttir Agnar 54 og
Kolskeggs S288 var einnig sýnd, álitleg kvíga á 1. kálfi.
Flestar kýr, er hlutu I. verðlaun, áttu Einar og Tómas
Tómassynir, Auðsholti, og Sigurður Þorsteinsson, Heiði,
4 hvor. Félagsmenn eiga nú margar vel gerðar og mjólk-
urlagnar kýr, og ber kúastofninn með sér árangur rækt-
unar. Nautgriparæktarfélagið greiddi 1000 kr. aukaverð-
laun á þá kú, er álitin var bezt, og 100 kr. á hverja I.
verðlauna kú.
Nf. Grímsneshrepps. Sýningarnar voru haldnar á
tveimur stöðum, og sýndi einn eigandi á hvorum stað,
í Arnarbæli og á Stærri-Bæ. Sýndu þeir samtals 26 kýr,
og hlaut 21 I. verðlaun, þar af 2 af 1. gráðu. Guðmundur
Kristjánsson í Arnarbæli sýndi 14 kýr, og lilutu 12 I.
verðlaun. 1 Arnarbæli hefur lengi verið lögð alúð við
nautgriparæktina. Kýrnar eru stórar og virkjamiklar
með stór og rýmismikil jiigur, en nokkrar eru með
gallaða malabyggingu, og sumar hafa ekki nógu vel
uppborin júgur. Af I. verðlauna kúnum í Arnarbæli voru
4 dætur Mánu 23, sem var mikil afurðakýr. Mána 23 var
sýnd síðast 1963, og er hennar getið í Búnaðarriti 1967
á bls. 530. Á Stærri-Bæ eru vel gerðar kýr og mjólkur-
lagnar, en þar voru sýndar 12 kýr, og hlutu 9 I. verð-