Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 104
354
BÚNAÐARRIT
um. Vegna lítillar þátttöku er hæpinn samanburður við
fyrri sýningar og önnur héruð.
Búnaðarsamband Borgarf jarðar
(Borgarfjarðarsýsla)
Sýndar voru 146 kýr af 38 eigendum. Hlutu 32 I. verð-
laun eða 21,9%, 65 II. verðlaun, 34 III. verðlaun og 15
enga viðurkenningu. Búfjárræktarstöð Vesturlands á
Hvanneyri sýndi auk þess 14 naut, og hlaut eitt I. verð-
laun, 12 II. verðlaun og eitt engin.
Nf. SuSur-BorgarfjarSar. Sýningin fór fram í Lyng-
liolti. Hún var mjög vel undirbúin og þátttaka góð.
Sýndu 13 bændur 36 kýr, og hlutu 9 þeirra I. verðlaun.
Á þessu svæði störfuðu áður 3 félög, en hafa nú verið
sameinuð í eitt. Félagsmenn eiga margar ágætar og vel
gerðar kýr, en á sýningunum vöktu mesta athygli Huppa
2, Efra-Skarði, er hlaut 83,5 stig fyrir byggingu, og
Gulla 19, Lyngholti, er lilaut 81,0 stig. Báðar þessar kýr
hlutu I. verðlaun. Einnig er rétt að nefna Hélu á Há-
varðsstöðum, sem er mjög rýmismikil og sterkbyggð kýr,
er lilaut aðeins II. verðlaun vegna ónógra afurða. Vænta
má árangurs í nautgriparæktinni í félaginu vegna áhuga
félagsmanna á ræktunarstarfinu.
Nf. Andakílslirepps. Fimm sýnendur sýndu 31 kú, og
hlutu aðeins 5 I. verðlaun, þar af 1 af 1. gráðu, Hæra 41,
Grímarsstöðum, móðir Kjóa V106. Voru 10 af sýndum
kúm dætur Víkings V31 og 4 dætur Melkolls V27. Dreg-
ið hefur nokkuð úr starfsemi félagsins, og munar þar
um, að kúabúið á Hvanneyri hefur minnkað töluvert.
Nf. Lundarreykjadalshrepps. Sýndar voru 30 kýr af 6
eigendum, og hlutu 3 I. verðlaun. Flestar kýr voru sýnd-
ar frá félagsbúinu á Skálpastöðum, 15 alls.
Nf. Reykholtsdalshrepps. Sýndar voru 49 kýr af 14 eig-
endum, og hlutu 15 I. verðlaun, þar af 2 af 1. gráðu.