Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 117
NAUTGRIPASÝNINGAR 367
af þeim sökum. Humall liefur mikla kynfestu í byggingu
og skapgerð.
Meðan afkvæmarannsókn stóð yfir á Lundi á dætrum
Humals, var framkvæmd mjaltaliæfnismæling. Vegna
mismunandi gerða mjaltavéla var tækjabúnaður annar en
sá, sem lýst er á bls. 256—257, og verður því aðferðinni
lýst. Mælingin er framkvæmd í tvö mál og á þann hátt,
að mælt er mjólkurrennsli frá júgri til mjaltavélar,
meðan á mjöltum stendur, og notuð til þess skeiðklukka
og vog. Mjaltavélin er liengd í vog, sem síðan er stillt
á 0,0 kg. Þegar spenahylkin eru hengd á júgrið, er
skeiðklukka sett í gang og síðan lesið á vogina á mínútu-
fresti. Niðurstöður mælinganna sýndu, að meðalmjalta-
tími Humalsdætra var 3,4 mínútur og 89,8% af málnyt-
inni höfðu þær selt á 3 fvrstu mínútunum, en þær voru
í 10,5 kg dagsnyt að meðaltali, er mælingin fór fram.
Einnig sýndi mælingin, að 9 dætranna mjólkuðust á
2—3 mínútum eða 60,0%, en af niðurstöðunum má ráða,
að Humalsdætur eru mjög góðar í mjöltun.
I afkvæmarannsókninni komust 15 dætur Hunials í
14,2 kg dagsnyt að 1. kálfi og mjólkuðu fyrstu 304 dag-
ana að meðaltali 2831 kg með 4,08% mjólkurfitu eða
11550 fitueiningar. Þótt Humalsdætur séu góðar mjólkur-
kýr og sumar ágætar, voru lionum ekki veitt I. verðlaun
vegna þess, hve dætur lians liöfðu gallað júgurlag og
gífurlega viðkvæma skapgerð. Hélt Humall þó II. verð-
launa viðurkenningu.
Fyrstu verðlauna kýrnar
Eins og skýrt hefur verið frá liér að framan, hlutu 144
kýr I. verðlaun eða 70,2% af sýndum kúm. Var þeim
raðað innbvrðis í 4 gráður og við það farið eftir afurð-
um, stigatölu fyrir byggingu og ætt eftir svipuðum regl-
um og undanfarin ár, nema hvað kröfur um afurðir
voru meiri fvrir hvem flokk í samræmi við auknar kröf-