Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 130
380
BÚNAÐARRIl
verið með hæstu félögum á landinu með afurðir. Af
kúnum á sýningunum vakti Alda 21, Einars í Vogum,
verðskuldaða atliygli, en hún hlaut nú I. verðlaun í
þriðja sinn. Alda er vel gerð kýr með ágæta bolbyggingu
og góðar malir. Hún liefur verið 10,8 ár á skýrslum og
mjólkað að meðaltali 4523 kg af mjólk með 4,17% feiti
eða 18861 fitueiningu. Hún er móðir Vogs N203 á Bú-
fjárræktarstöðinni á Blönduósi og Vogarrauðs á Bjarna-
stöðum í Bárðardal, sem hlaut ekki viðurkenningu nú
sökum þess, að liann var of ungur til að hljóta viður-
kenningu. Aðrar kýr, sem vöktu athygli, voru Hella 27,
Böðvars á Gautlöndum, vel gerð kýr með hlutfallagóða
byggingu, og Hyrna 4, Baldurs í Baldursheimi, kýr með
óvenjusterkan lirygg og vel gert júgur. Af I. verðlauna
kúnum átti Böðvar á Gautlöndum 5 og Einar í Vogum
og Guðfinna í Vogum 4 hvort.
Þrjú naut voru sýnd, Krauni N182, er hlaut II. verð-
laun í annað sinn, og Hellir N193 og Bylur N196, er
hlutu viðurkenningu í fyrsta sinn.
Bf. Reykdœla. Sýningin fór fram á Einarsstöðum, og
var vel undirbúin og skipulögð. Sýndu 16 eigendur 46
kýr, og hlutu 32 I. verðlaun, þar af 1 af 1. gráðu. Flestar
I. verðlauna kýrnar voru dætur eldri nauta félagsins,
en 11 þeirra voru dætur Rauðs N46, en Kolur N56 og
Kolfinnur N129 áttu 4 I. verðlauna dætur hvor. Um
dætur Rauðs hefur áður verið ritað í Búnaðarrit, en
þær stórjuku afurðirnar í félaginu. Mikla athygli vöktu
dætur Hamars N159. Hamar var notaður um tíma í
félaginu, en síðar á Búfjárræktarstöðinni á Blönduósi.
Afkvæmasýning á dætrum Hamars var lialdin 1966, sjá
Búnaðarrit 1968, bls. 265, og hlaut liann I. verðlaun að
henni lokinni. Nú voru sýndar 10 dætur hans, og lilutu
6 I. verðlaun. Þetta eru glæsilegar mjólkurkýr. Þær eru
fremur stórvaxnar, mjög rýmismiklar, en með hallandi
malir. Júgrin eru stór með allvel settum spenum. Ein
þeirra hlaut 83,5 stig fyrir byggingu. Á sýningunni lágu