Búnaðarrit - 01.06.1969, Qupperneq 138
388
BÚNAÐARKIT
fyrstu 14 vikur sama mjólkurskeiðs. Þrjár liöfðu að 2.
kálfi komizt í 17,4 kg. Mjólkurfita er nokkuð misjöfn,
en þó liefnr meiri hluti systranna yfir 4% mjólkurfitu.
Þessar systur liahla vel á sér nyt og eru jafnmjólkar.
Kynfesta með tilliti til veigamikilla kosta í byggingu og
afurðasemi réð því, að Fjölni var veitt 1. verSlauna viður-
kenning, en þá viðurkenningu hafði einnig faðir lians,
Fylkir N88, sem reyndist afbragðs vel til kynbóta í
Eyjafirði.
Jökull V90, sonur Melkolls V27 og Drífu 33, Hlöðu-
túni í Stafboltstungum, var skoðaður á Búfjárræktarstöð
Vesturlands á Hvanneyri, þar sem liann liefur verið sl.
tvö ár, sbr. Búnaðarrit 1968, bls. 251. Á afkvæmasýning-
unni í Miðdöhim voru sýndar 16 dsetur Jökuls. Af þeim
voru 5 rauðar og rauðskjöldóttar, 2 kolskjöldóttar og 9
hvítar með rauðar, svartar eða kolóttar granir. Þrjár
voru bníflóttar, en allar liinar kollóttar.
Dætur Jökuls bafa gróft böfuð, lágan spjaldhrygg, en
liáan krossbeinskamb, og verður yfirlína því ójöfn. lít-
lögur Iiafa þær góðar og djúpan bol. Malir eru þak-
laga, liallandi og afturdregnar, og fótstaða fremur veik.
Júgur eru vel stór, yfirleitt vel löguð, og spenar sæmi-
lega eða vel settir og bæfilega stórir, þótt einstaka kýr
sé með stóra og grófa spena, enda misjöfn júgurbygging
kúastofnsins, sem fyrir er. Mjöllun er ýmist góð eða
ágæt. Auk litar má segja, að sterkleg frambygging, gróf
yfirlína, gallaðar malir, en rýmismikil júgur einkenni
þennan systrabóp. Meðaleinkunn fyrir byggingu var
75,5 stig og meðalbrjóstmál 169 cm.
Flestar dætur Jökuls voru 3ja til 4ra ára, er sýningin
var baldin. Að 1. kálfi liöfðu 16 þeirra komizt að meðal-
tali í 14,0 kg bæsta dagsnyt og injólkað 1334 kg fyrsta
ársbrotið, sem var að meðaltali 170 dagar. Að 2. kálfi
komust 9 í 19,4 kg liæsta dagsnyt, en þær og 5 aðrar,
sem liöfðu ekki lokið 1. mjólkurskeiði, mjólkuðu 2680
kg á tímabili, sem að meðaltali var 300 dagar. Árið 1968