Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 142
392
BÚNAÐARRIT
Taflan byggir á fræðilegum (teoretiskum) rannsókn-
um, þar sem reynt er að finna lieppilegasta lilutfall milli
þessara fjögurra þátta til þess að ná hámarks erfðafram-
förum í hverju atriði. Þegar litið er á töfluna, kemur
greinilega í Ijós, live þessir fjórir þættir veita mismikla
möguleika til úrvals. Erfðaframfarirnar ákvarðast að
langmestu leyti af því, live vel tekst til um val undan-
eldisnauta og nautsmæðra. Þar, sem um starfsemi sæð-
ingarstöðva er að ræða, fer val þessara gripa fram á
sæðingarstöðvunum. Yalið er þó að miklu leyti liyggt á
upplýsingum fengnum frá bændum með skýrsluhaldi
nautgriparæktarfélaganna.
Til þess, að liægt sé að framkvæma þetta úrval með
tilskildum árangri, verður að vera öflugt skýrsluhald
með skjótri og öruggri úrvinnslu gagna. Samtímis því
verður að vera náið samstarf milli þeirra aðila, sem
standa fyrir skýrslusöfnun og úrvinnslu, og þeirra, sem
sjá um úrval undaneldisgripa á sæðingarstöðvunum.
Til eflingar sæðingum hefur nú verið stofnað til nauta-
stöðvar Búnaðarfélags fslands. Þar með skapast nýir
möguleikar í sambandi við dreifingu sæðis um mestan
hluta landsins. Samtímis þessu skapast nýir möguleikar
í kynbótastarfinu, sem fyrst og fremst eru fólgnir í því,
að hægt verður að velja undaneldisgripi úr stærri hóp,
og þar með aukast möguleikarnir á skjótari framförum.
Jafnframt verður að hafa í huga, að mistakist val undan-
eldisgripa, verða afleiðingarnar mun víðtækari en nú er.
Þessir auknu möguleikar og samtímis hin aukna ábyrgð
gerir það mjög áríðandi, að tekin verði skýr og afmörk-
uð stefna í kynbótamálum framtíðarinnar. Eigi slíkar að-
gerðir, sem nú er stofnað til, að ná tilgangi sínum, verð-
ur að nýta til fullnustu þá tæknilegu og fræðilegu mögu-
leika, sem þær bjóða upp á. Við verðum að liafa í huga,
að veikasti hlekkurinn í kynbótastarfinu er að miklu
ákvarðandi um þann árangur, sem mun nást. Samfara
hinum tæknilegu nýjungum verður að taka til athugun-