Búnaðarrit - 01.06.1969, Side 148
398
BÚNAÐARRIT
upp í síðasta dálki töflunnar. Af þessari töflu má sjá,
liver aukning er möguleg við þá breytingu, sem á sér
stað með hinni nýju nautastöð Búnaðarfélags Islands.
Þar stækkar kúahópurinn úr 2—4 þúsundum í 15—20
þúsund. Yrði aukningin enn meiri, ef allar kýr lands-
manna væru með í skýrsluhaldi og sæðingum.
Sé byggt á áðurnefndri töflu og áætlað, að kýmar, sem
eru sæddar og á skýrslum, séu nálægt 20 þúsundum, sést,
að afkvæmalióparnir þurfa að vera milli 20 og 30, ef
vel á að vera. Sé miðað við, að um það bil 20% af kún-
um séu fyrsta kálfs kvígur, eru þær árlega 4000. Sé mið-
að við afkvæmahópa á afkvæmarannsóknarstöð og arf-
gengi nálægt o,4—0,5, þá er æskilegt, að liver hópur sé
um það bil 20 dætur. Þarf um 400—600 kvígur til þess
að framkvæma afkvæmarannsókn með viðunandi öryggi.
Þetta svarar til 10—12% af öllum fyrsta kálfs kvígum.
Ef um er að ræða afkvæmarannsókn á kúabúum bænda,
þurfa samkvæmt töflu 1 að vera um 50 gripir í hverjum
hóp. Þyrfti því að prófa 1000—1500 kvígur á ári eða
25—30% af fyrsta kálfs kvígum. Sé liins vegar litið á
æskilegan f jölda kúa, sem ættu að vera sæddar með naut-
um í prófun, sést, að þær eru nálægt 30% eða um 6000
kýr.
Sé miðað við 20% endurnýjunarhlutfall, þá bera að
fyrsta kálfi eftir þessar 6000 sæðingar nálægt 600 kvíg-
ur. Við verðum því að gera ráð fyrir því, að 600—1000
kvígur verði í liverjum árgangi að minnsta kosti fyrst um
sinn. Óhætt mun þó að ætla, að ásetningsprósentan og
þar með endurnýjunarhlutfallið hækki á komandi ár-
um, sérstaklega ef kjötsöfnunareiginleikar stofnsins fara
batnandi.
Miðað við, að afkvæmarannsóknir séu framkvæmdar á
kúabúum einstakra bænda, er hægt að prófa 15—20
naut árlega, miðað við 50 kúa dætrahóp, en með 40
kúm í hverjum lióp, allt að 25 naut. Afkvæmarannsókn-
arstöðvarnar verða því að hafa til umráða 300—500