Búnaðarrit - 01.06.1969, Side 149
NAUTGRIPAKYNBÆTUlt
399
bása, til þess að unnt sé að framkvæma afkvæmarann-
sóknir með sama öryggi og unnt er með að nýta upplýs-
ingar lir skýrslum nautgriparæktarfélaganna. Miðað við
þann liúsakost, sem nú er tiltækur, verður því að auka
fjöltla bása um helming eða meir. Á liinn bóginn er skylt
að nefna, að auðveldara er að gera sér grein fyrir ýms-
um öðrum eiginleikum dætraliópanna um mjólkurgetu
og mjaltahæfni á afkvæmarannsóknarstöð en á liinum
fjölmörgu kúabúum, sem beint eða óbeint tækju þátt
í prófun nautanna. Þegar vegnir eru kostir og gallar
þessara tveggja aðferða við afkvæmarannsókn, verður
oftast kostnaðaraukinn við afkvæmarannsóknarstöð þung-
ur á metunum. Þetta er einkanlega vegna þess, að skýrslu-
haldið í nautgriparæktarfélögunum verður lítið dýrara
og þvngra í vöfum, þótt afkvæmarannsóknir séu byggð-
ar á niðurstöðum þess.
ÞýSing skýrsluhalds í kynbótastarfinu.
Þótt afkvæmarannsóknir séu framkvæmdar á afkvæma-
rannsóknarstöð, verður alltaf að velja nautsmæðurnar
meðal þeirra kúa, sem eru skýrslufærðar. Til þess að
nógu mikið öryggi fáist við val nautsmæðranna, verður
að vera almenn og öflug þátttaka í skýrsluhaldinu og
það sjálft svo vel úr garði gert, að skjótt og örugglega
sé unnið úr þeim upplýsingum, sem það veitir. Því ekki
að nýta þann efnivið, sem þaimig fæst, og framkvæma
afkvæmarannsóknir að svo miklu leyti, sem unnt er, á
grundvelli þessara upplýsinga?
Skýrslulialdið er undirstaða framfara í kynbótum og
því mikið í húfi, að sú starfsemi sé efld og fundnar
verði leiðir til þess að örfa bændur til enn almennari
þátttöku í þessari starfsemi. Markmiðið verður að vera,
að allir þeir, sem stunda kúabúskap, færi afurðaskýrslur
um kýr sínar.
Þegar einhver liættir skýrsluhaldi, er hann að veikja
samkeppnisaðstöðu sína og stéttarbræðra sinna, samtímis