Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 151
NAUTGRIPAKYNBÆTUR 401
því, að þaft’ fjármagn, sem hið opinbera veitir til starf-
seminnar, nýtist verr.
Áður liefur verið minnzt á hugtakið hinn virki hópur
kúastofnsins, en hann takmarkast af þeim fjölda kúa, sem
eru sæddar og skýrslufærðar, þ. e. taka virkan þátt í
kynbótastarfinu.
Með tilkomu hinnar nýju nautastöðvar Búnaðarfélags
Islands munn sæðingar enn eflast, og þá er augljóst, að
fjöldi skýrslufærðra kúa verður nær eingöngu ákvarð-
andi um þann árangnr, sem næst með kynbótastarfinu.
Ef nautgripaskýrslurnar yrðu nýttar til úrvals nauts-
mæðra og afkvæmarannsókna, ýmist eingöngu eða ásamt
afkvæmarannsóknarstöðvum, þá væri nauðsynlegt, að
uppgjörið yrði framkvæmt sem fyrst, eftir að skýrslu-
ári lýkur. Til þess að slíkt verði mögulegt, er nauðsyn-
legt að framkvæma úrvinnslu í liraðvirkum tölvum,
m. ö . o. það verður nauðsynlegt að koma á vélaskýrslu-
gerð.
Það verður sennilega að koina á fót annarri skipan
um eftirlitsmenn, sem tækju virkari þátt í eftirliti með
vigtun og framkvæmdu þá þætti, sem bændur sjálfir
geta ekki gert án aðstoðar.
Það mætti hugsa sér, að svæði livers sæðingarmanns
yrði minnkað og liann læki að sér einlivern liluta eða
allt eftirlitsstarfið. Sömuleiðis væri mjög gott, ef mjólk-
urbúin gætu tekið virkari þátt í samstarfinu í sambandi
við fituinælingarnar og ef til vill fleiri efnagreiningar á
þurrefni mjólkurinnar.
Framkvæind skýrsluhaldsins og úrvinnslunnar mælti
t. d. hugsa sér þannig í stórum dráttum:
Við áramót eru sendar upplýsingar til miðstöðvar
skýrsluhaldsins, t. d. Búnaðarfélags Islands, um þau kúa-
bú, sem halda skýrslur. Þessar upplýsingar eru settar
inn á minnitölvu.
Vigtun fer síðan fram einu sinni í mánuði. Samtímis
eru send mjólkursýni til mjólkurbús til fiturannsókn-
26