Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 152
402
BUNAÐARRIT
ar, sem síðan sendir niðurstöðurnar til niiðstöðvarinnar
fyrir skýrsluhaldið. Þar eru upplýsingarnar gataðar inn
á spjöld og síðan lagðar inn í minnitölvu. Síðan eru
þessi tvö minni unnin saman, og fyrir hvert bú er reikn-
uð út meðalnyt og fituprósenta fyrir hverja mælingu.
Þessir útreikningar eru síðan sendir til bænda og við-
komandi búnaðarsambands eða mjólkurbús.
1 hverjum mánuði eru samtímis fundnar 1. kálfs kvíg-
ur, sem borið hafa, og eru upplýsingar um þær lagðar á
sérstakt minni fyrir afkvæmaprófun.
Þessi aðferð er síðan endurtekin í hverjum mánuði allt
árið, og ársuppgjör er tilbúið í lok 12. mánaðar ársins,
og þá þegar hægt að finna dætur nauta í prófun og fram-
kvæma afkvæmarannsókn með tilliti til mjólkureigin-
leika.
Sömuleiðis eru fundin 5—6% af beztu kúm landsins,
sem eru ætlaðar til framleiðslu nauta framtíðarinnar.
Lítum nú nánar á, hvernig framkvæma má þetta.
Fyrsta mæling er gerð í janúar, og þá verður mjólkur-
búið í samráði við eftirlitsmenn að skipta niður svæði
því, þaðan sem mjólkursýni eru send til búsins, þannig
að sýni úr bverri sveit eða sveitarliluta berist búinu á
ákveðnum degi, svo að hægt sé að komast yfir að rann-
saka þau öll, áður en mánuðinum lýkur. Hver bóndi
fær þannig ákveðna mælingardaga. Hann mælir síðan
mjólkina kvölds og morguns og sendir sýni ineð mjólkur-
bílnum. Hann sendir einnig afrit af fjósbókinni, sem
er í tvíriti. Þar hefur liann skráð þær kýr, sem eru á
búinu, þegar mælingin fór fram, með upplýsingum um
ætterni og burðartíma, livenær hver kýr fékk o. s. frv.
Þegar svo kemur að febrúarmælingum, færir bann
aðeins númer kúnna frá jamiarmælingum og þær breyt-
ingar, sem kunna að hafa orðið, t. d. kúnni haldið o. s.
frv., þar að auki færir bann þær kýr, sem bætzt bafa
við frá því síðasta mæling var framkvæmd.
Mjólkurbúið framkvæmir þær efnagreiningar, sem er