Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 153
NAUTGRIPAK.YNBÆTUR 403
ákveðið að gera og lætur færa inn á blað það, sem fylgdi
sýnunum.
Verði afkvæmarannsóknir framkvæmtlar á kúabúum
bænda, er nauðsyn á frekara skýrslubaldi um ýmsa eigin-
leika, sem æskilegt er að taka tillit til við prófun naut-
anna, en erfitt er að samræma binu vanalega skýrslu-
formi.
Þannig er t. d. varið júgur- og spenabyggingu, mjalta-
bæfni, frjósemi o. s. frv. Þar verður að koma til kasta
eftirlitsmanna að framkvæma mjólkurmælingar, dæma
útlit og júgur- og spenabyggingu. Þessar upplýsingar
eru færðar á sérstök eyðublöð og sendar miðstöðinni til
úrvinnslu.
Þar sem þýðingarmikið er að velja nautsmæður með
sem beztu öryggi, er nauðsynlegt, að þær kýr, sem valdar
eru lil að fá við beztu nautunum, séu tindir aukaeftirliti,
einkanlega með tilliti til frjósemi, mjaltabæfni og júgur-
og spenabyggingar. Þessum upplýsingum er síðan bætt
við upplýsingar um afköst kúnna, og þeim síðan raðað
eftir gæðum, þannig að nautin, sem hverju sinni eru
valin á stöðina, séu undan beztu kúnum á þessurn lista.
Afurðaskýrslurnar eru þannig orðnar þýðingarmikill
þáttnr kynbótanna, og má setja upp eftirfarandi skýring-
armynd, sem sýnir ganginn í úrvinnslu skýrslnanna og
á bvern hátt hægt er að nýta hinar ýmsu upplýsingar
með þeirri tækni, sem völ er á.
Á mynd 3 er rissað upp í stórum dráttum, livernig má
lnigsa sér skýrsluhaldið framkvæmt. Frá bændum komi
upplýsingar mánaðarlega og árlega. Ef þeir eiga kýr,
sem eru liugsanlegar nautsmæður, eða kvígur undan
nautum í prófun, fer fram aukaeftirlit gagnvart þeim
eiginleikum, sem erfitt er að samræma vanalegu skýrslu-
haldi.
Mjólkurbúin framkvæma fitumælingar og ef til vill
próteinmælingar. Þaðan eða frá búnaðarsamböndunum
eru upplýsingar sendar til miðstöðvar skýrslubaldsins, t. d.