Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 157
PLÆGING
407
vi3 sögu, og að engin þjóð verði ræktunarþjóð, án þess
að plógur verði lienni tiltækt og eðlilegt tæki við undir-
búning jarðvegsins og viðhald ræktunarinnar. Það er
sorgarsaga ræktunarmála okkar, að við liöfum jafnan
reynt að sniðganga plóginn og haft í því sambandi uppi
ýmsar afsakanir misjafnlega haldgóðar.
Lengi vel var ekki völ á hentugum plógum fyrir okkar
hesta og staðhætti, en úr því bætti tilkoma íslenzkra
plóga, Ólafsdals- og Akureyrarplógsins og síðar léttra
erlendra plóga. Þá var því mjög á lofti haldið, að plæg-
ing, að minnsta kosti á grónu landi, væri hestum okkar
um megn. Auðvitað var þessi kenning byggð á fölskum
forsendum, nefnilega þeim, að plæging lilaut að verða
örðug óvönum hestum og vankunnandi mönnurn. en
hvort tveggja var, að þolinmæðina við tamningu hest-
anna og verknámið skorti og verkefni hjá hverjum hónda
voru svo smá árlega, að þau gátu ekki veitt nægilega
æfingu eða viðhaldið henni. Plægingin varð því verk
sérliæfðra manna, sem fóru bæ frá bæ með sína útgerð
og plægð'u fyrir bændur, en slíkt gat vitanlega ekki leitt
til almennrar kunnáttu í starfinu. Höfuðástæður fyrir
því, að hér tókst aldrei að gera plægingu að föstu
heimilisstarfi, hygg ég þó þá, að hér var engin akur-
yrkja, en nýyrkjuframkvæmdir lengi mjög smávaxnar
og ekki árvissar.
Nokkur viðleitni var höfð uppi á ýmsum tímum, til
þess að kenna bændum plægingar. 1 því skyni voru
erlendir menn fengnir til landsins með plóga og ann-
an útbúnað til plæginga. Einstakir áhugasamir bændur
fengu sér plóga og notuðu þá um árabil. Búnaðarskól-
arnir munu og hafa leiðbeint í þessum efnum, eftir að
þeir tóku stil starfa, og upp úr aldamótunum er stofnað
til plægingarnámskeiða að tillilutan Búnaðarfélags Is-
lands. Var það Jón Jónatansson, Brautarliolti á Kjalar-
nesi, er stóð fyrir því fyrsta vorið 1903. Ekki voru þó
nema þrír nemendur á því námskeiði, en tveir eða þrír