Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 158
408
BÚNAÐARRIT
höfðu liætt við að sækja námskeiðið vegna þess, að
þeint þótti námstíminn, sem var sex vikur, of langur.
Plægingarkennslan í Brautarholti heldur svo áfram næstu
árin, en auk þess eru plægingar kenndar á nokkrum
öðrum stöðum, svo sem í Húnavatnssýslu, Eyjafirði og
ef til vill víðar. Ennfremur styrkir Búnaðarfélagið um-
ferðarplægingar á nokkmm stöðum þessi árin.
Árið 1907 hefur danskur maður, Alfred Kristensen,
bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði, kennslu í plægingum
á vegum Búnaðarfélags Islands, en áður mun hann liafa
kennt plægingu að Sauðafelli í Dölum. Þetta voru vor-
námskeið, er stóðu í sex vikur. Yora plægingarnámskeið-
in í Einarsnesi haldin í sex ár, en lögðust þá niður vegna
heilsubilunar forstöðumannsins. Fleiri tilraunir til þess
að efla plægingarkunnáttuna í landinu munu liafa verið
gerðar á þessum áram, en allar runnu þær að mestu út í
sandinn. Þeir, sem lærðu að plægja, voru alltof fáir.
Flesta skorti alla aðstöðu til þess að viðlialda kunnáttu
sinni, og almennur áhugi fyrir þessari nýbreytni var
lítill. Þó leiddi þetta allvíða til umferðaplæginga, er þó
bára misjafnan árangur, því víða fór svo, að flögin lágu
lengi óhreyfð í plógstrengjunum og grera þannig upp að
lokum. Svo fór nú í liönd ný stefna í nýræktarmálum,
sem eiginlega fordæmdi plægingu, en það var sjálfgræðsl-
an, en liún krafðist þess, að grasrótin lægi sem mest á
yfirborðinu að jarðvinnslu lokinni, svo flögin gætu
gróið upp án sáningar. Helztu undirstöðuatriði sjálf-
græðslunnar voru því liraðvinnsla og yfirborðsvinnsla.
Upp úr aldamótunum hófst nokkur viðleitni til sáð-
ræktar liér á landi. Gróðrarstöðvarnar liöfðu þar for-
göngu, gerðu tilraunir með ýmsar tegundir grasa af
erlendum upprana og mismunandi stofna af þeim, settu
saman fyrstu fræblöndumar og gerðu fyrstu sáðtilraun-
imar í nágrenni sínu. Reynslan af sáðræktinni varð
ekki góð og olli sjálfsagt margt, meðal annars ófullnægj-
andi undirbúningur og skortur á hraðvirkum áburði.